KVENNABLAÐIÐ

F R E I S T I N G: Súkkulaðihúðaðir smákökubollar með ískaldri vanillumjólk

Alvöru kökuskot með ískaldri mjólk, bollakökur sem segja SEX með dökkum og dísætum súkkulaðihjúp. Dásamlegt eldhúsævintýri sem er aðeins fyrir þá ævintýragjörnu – hver væri ekki til í að prófa slíkan unað í það minnsta einu sinni? Þessa uppskrift fundum við á vefsíðunni POPSUGAR en neðan við uppskriftina má sjá bráðskemmtilegt myndband sem sýnir, skref fyrir skref, hvernig best er að bera sig að við baksturinn.

UPPSKRIFT:

⅓ bolli (0.8 dl) hrásykur

½ bolli (1.2 dl) ljós púðursykur

1 stór eggjarauða

2 tsk vanilluþykkni

2 bollar (5 dl) hveiti

½ tsk salt

1 bolli (2.5 dl) smáir súkkulaðidropar

Í kökuskotið sjálft:

1 bolli (2.5 dl) dökkar súkkulaðiflögur til að bræða

1 ½ bolli (ríflega 3 dl) mjólk

1 ½ tsk vanilluþykkni

Sjón eru sögu ríkari; svona ferðu að!