KVENNABLAÐIÐ

Jarðarberjatrufflur sem eru í alvöru HOLLAR

Þessar jarðarberjatrufflur eru stútfullar af næringarefnum og þær má borða með góðri samvisku ef þér er umhugað um heilsuna. Það er akaflega einfalt að búa þessar til og þær eru VEGAN fyrir þá sem vilja slíka fæðu.  En það er alveg klárt mál að upskriftin sem hér á eftir fylgir sem býr til um það bil 12 trufflur mun koma þér og þínum á óvart. Algjört lostæti…

Truffles-Steps

Fyllingin:

1 bolli kókossmjör
1 bolli sneidd jarðarber
2 mtsk hlynsýróp
Súkkulaðihjúpur
1 bolli dökkt súkkuaði
3 mtsk möndlumjólk eða mjólk að eigin vali

Aðferð:

Setjið öll innihaldsefni fyllingarinnar í matvinnsluvélina og púlsið vel saman.

Notið teskeið til að búa til litlar kúlur, leggið þær á plötu með smjörpappír.   Ef blandan er of þunn þá er ráð að stinga henni inn í ísskáp í korter.  Setjið kúlurnar í frysti til að þær verði vel harðar.

Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og bætið mjólkinni varlega saman við.

Notið tvo gaffla til að velta kúlunum upp úr heitu súkkulaðinu. Leggið trufflurnar á smjörpappír og setjið aftur inn í frysti í 30-60 mínútur.

Af vefnum MYWHOLEFOODLIFE.COM

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!