KVENNABLAÐIÐ

Banana og súkkulaði TORTILLUR á grillið

Snilldar eftirréttur til að skella á grillið. Þetta er réttur sem börnin elska. Allt sem þarf eru tortillur, bananar og súkkulaði sem hægt er að bræða. Við prófuðum líka Nutella og það var frábært. Hafið grillið á vægasta hita.

images

Sneiðið bananana í þunnar sneiðar og brjótið súkkulaðið í litla bita og skerið smátt.

Skellið tveimur tortillum á grillið og hitið. Snúið við og setjið banansneiðarnar og súkkulaðið/ Nutella ofan á eina tortillu. Takið hina tortilluna af og leggið heitu hliðina ofan á bananana og súkkulaðið. Snúið við nokkrum sinnum. Takið af og skerið í þríhyrninga eins og pitsu. Algjört sælgæti.

Fyrir þá sem ekki vilja tortillur má rista ofan í heilan banana og stinga súkkulaðinu ofan í. Pakka í álpappír ef vill eða setja beint á grillið.

IMG_6659

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!