KVENNABLAÐIÐ

Grilluð SANDKAKA með mascarpone og hindberjum

Auglýsing

Þessi eftirréttur er fullkominn eftir góða grillveislu. Grillið er heitt og því ekki úr vegi að bera fram grillaða sandköku með mascarpone og hindberjum…þetta er alveg sjúklega gott og kemur á óvart! Grilluð sandkaka…Ha?

Grilluð sandkaka fyrir 4

8 sneiðar sandkaka
2 öskjur hindber
400 g mascarpone
1 matskeið flórsykur
1 sítróna
Sítrónumelissa

Þeytið saman mascarpone, flórsykur, sítrónusafa og fínrifinn sítrónubörk. Smyrjið sandkökusneið með 1 cm þykkri blöndu af mascarpone, setjið hindber ofaná og nokkur sítrónumelissublöð. Skellið annari sneið ofaná og búið til samloku. Grillið beggja vegna þar til sneiðarnar verða gullnar. Berið fram með vanilluís.

Sandkaka

200 g smjör
200 g sykur
2 egg
200 g hveiti
1 tsk lyftiduft
Börkur af einni sítrónu fínt rifinn
1/2 vanillustöng

Þeytið eggin, sítrónubörkinn og sykurinn þar til allt er stíft og loftkennt. Bræðið smjörið og skafið fræin úr vanillustönginni út í. Blandið hveitinu, lyftiduftinu og smjörinu í eggjablönduna. Hellið öllu í smurt sandkökuform og bakið á 160 gráðum í klukkutíma.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!