Hvaða stjörnumerki skyldi vera best í bólinu? Er það nautnafulli sporðdrekinn, óútreiknanlegi bogamaðurinn eða nákvæma meyjan? Ef þú hefur gaman af að pæla í stjörnumerkjum þá er þessi grein fyrir þig.
Hér eru helstu einkenni stjörnumerkjanna í kynlífinu:
Hrúturinn er kraftmikill og elskar að taka stjórnina. Mjög góður að kyssa. Hrúturinn getur verið óþolinmóður og pínu sjálfselskur og það getur valdið vandamálum í rúminu en enginn er betri í að taka einn „quicky“.
Nautið er sterkasta stjörnumerkið og það þarf töluvert til að fullnægja kynþörf þess. Löngun í kynlíf er nær óstöðvandi og þau þurfa mikla snertingu. Fyrir þeim er gott kynlíf eins og góður matur. Það skal taka sinn tíma og njóta.
Tvíburinn er daðurmeistari og getur dregið þig á tálar með einni snertingu. Hann er uppátækjasamur og klókur og þér á ekki eftir að leiðast. Passaðu að vera duglegur að prófa nýjungar í kynlífinu annars fær Tvíburinn fljótt leið á þér. Gaman að kíkja í dótaskúffuna hjá Tvíburanum.
Krabbinn er tilfinningaríkur og viðkvæmur elskhugi. Hann þarf mjúka og ástríðufulla snertingu, tilfinningaleg tengsl og traust. Dekraðu við krabbann, nuddaðu, gældu og taktu langan forleik. Það mun borga sig.
Sumir vilja meina að Ljónið sé besti elskhuginn. Það er ástríðufullt og er mjög sjálfsöruggt og kraftmikið. Ljónið stjórnar í rúminu og er viljugt til að prófa nýjungar. Það er mjög gefandi en krefst mikillar athygli í staðinn og þú þarft að hrósa því stöðugt.
Meyjan veitir þér mikla og persónulega athygli. Hún virðist róleg og köld en undir niðri er meyjan mjög tilfinningarík. Meyjan leitar að fullkomnun í öllu sem hún gerir svo það eru ekki allir nægilega hugrakkir að reyna komast í rúmið með meyju og hún lætur þig vita ef þú stendur þig ekki.
Vogin reynir alltaf að gera öllum til geðs og er því ákaflega eftirsóttur elskhugi. Vogin er rómantísk og elskar fantasíur. Sýndu voginni þolinmæði og vertu hæfilega gamaldags og rómantískur. Voginni er eðlislægt að daðra.
Sporðdrekinn er kynþokkafyllsta stjörnumerkið og fyrir mörgum því best í kynlífinu. Sporðdrekinn býr yfir mögnuðum kynþokka og er frábær elskhugi líkamlega séð en getur virkað andlega fjarverandi jafnvel í miðjum ástarleik. Mjög erfitt að átta sig á hvar maður hefur sporðdrekann.
Bogamaður elskar að leika sér og þú sem vilt koma bogamanninum til verður að vera uppátækjasamur og skemmtilegur því annars fær hann fljótt leið og snýr sér að nýjum ævintýrum. Bogamaðurinn er ungur að eilífu og finnst frábært að prófa nýja hluti í kynlífinu. Ef þú vilt hafa gaman er bogamaður málið.
Steingeitin er ekki allra og hún þarf að vera mjög ástfangin til að geta hugsað sér að fara í rúmið með þér. Hún myndi helst vilja skipuleggja á hvaða vikudögum eigi að stunda kynlíf og í hvaða stellingu. En á móti er hún mjög innilega og gefur endalaust af sér ef þú ert sá rétti.
Vatnsberinn elskar mannslíkamann og þarf ekki að vera í föstu sambandi til að stunda kynlíf með þér. Vatnsberinn er ótrúlega rómantískur og ástríðufullur. Eðli þeirra gerir það að verkum að því sérstakari sem þú ert því meira elskar vatnsberinn þig og langar til að njóta ásta með þér.
Fiskurinn býður uppá líkamlegt samband ríkt af ánægju og fullnægingu. Fiskurinn er rólegur og afslappaður og vill aðeins traustan og ánægðan maka. Þegar hann hefur fundið slíka ást þá vill hann gjarnar leysa öll vandamál og rifrildi með góðu kynlífi.
Byggt á grein www.elitedaily.com