KVENNABLAÐIÐ

Tveir voru með hinn al-íslenska 3ja vinning

Norðmaður var aleinn með 2. vinning í Víkingalottó þessa vikuna og hlýtur hann tæplega 21 milljón króna í vinning. Tveir voru með hinn al-íslenska 3ja vinning og hlýtur hvor þeirra  rúmar 1.755.550 krónur í vinning. Miðarnir voru báðir í áskrift.

Hins vegar var enginn með 1. vinning og flyst upphæð hans sem nam rétt tæplega 655 milljónum yfir til næstu viku. Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru báðir keyptir í Lotto-appinu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!