KVENNABLAÐIÐ

Heppinn miðaeigandi í Kópavogi hreppti þriðja vinning

Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út þessa vikuna í Víkingalottó en einn var með 3. vinning. Sá keypti miðann sinn í N1 við Stórahjalla í Kópavogi og hlýtur hann rúmlega 5,9 milljónir í vinning.

Enginn var með 1. vinning í Jóker en fjórir kræktu sér í 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall að launum, þeir miðar voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Olís á Selfossi, N1 á Ártúnshöfða í Reykjavík, á heimasíðunni lotto.is og einn miðinn er í áskrift.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!