KVENNABLAÐIÐ

Miðaeigandi á Íslandi hlýtur rúmar 59 milljónir!

Árið byrjar heldur betur vel hjá einum miðahafa í Vikinglotto en hann var með allar sex aðaltölurnar réttar og hlýtur þar með 2. vinning kvöldsins en vinningurinn var orðinn sexfaldur að upphæð rúmlega 238 milljónir, en alls voru fjórir miðahafar með 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 59 milljónir króna. Miðinn á Íslandi var keyptur á Lotto.is og hinir í Noregi.

Hvorki 1. né 3. vinningur gengu út þessa vikuna.

Fjórir voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá Olís Siglufirði, 2 á Lottó.is og 1 á Lottó-appinu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!