KVENNABLAÐIÐ

10 frábærar leiðir til að fullnægja konu

Auðvitað eru engar tvær konur eins og þarfir fólks eru misjafnar. En þó eigum við öll ákveðna þætti sameiginlega og þannig er kynlífið langskemmtilegast þegar bæði njóta. Hér fara tíu frábærar leiðir til að fullnægja konu sem eru fyllilega gjaldgengar hvort sem parið hefur verið í sambandi um langt skeið eða er að fara í rúmið á fyrsta stefnumóti.

 

  1. Ekki vera feiminn við að spyrja: Hvað vilja konur? Þessari spurningu er ómögulegt að svara í einni hendingu. Engar tvær konur eru eins og því er allra best að spyrja konuna einfaldlega hvað henni þykir best. Hvað langar konunni að gera með þér? Hvernig þykir henni best að vera snert? Veistu það ekki? Prófaðu að spyrja!

 

  1. Sleiktu hana eins og enginn sé morgundagurinn: Kynin eru ekki jafn ólík og ætla mætti; allflestum (þó ekki öllum) konum þykir fátt meira æsandi að njóta ertingar á sníp og lostafullra munnmaka. Gældu við konuna og leikið ykkur, þar til hún stynur af hreinni frygð og … nær hámarki.

 

Auglýsing

 

  1. Ekki óttast eggið: Eggið getur dimmu í dagsljós breytt og gert annars unaðslegar samfarir að hreinu ævintýri. Eggið tekur ákveðinn þrýsting af karlmanninum, sem getur þá sleppt taumnum lausum meðan á samförum stendur, fullviss um að eggið muni örva snípinn á meðan konan nýtur ástmanns síns.

 

  1. Settu öryggið á oddinn: Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Taktu smokka með á stefnumótið og ekki þrýsta á konuna að hafa samfarir án þess að verjur séu hafðar við hönd. Smokka er hægt að kaupa í misjöfnum stærðum og úrvalið er svo fjölbreytilegt að úr vöndu er að velja. Öruggt kynlíf er gott kynlíf.

 

  1. Henni þykir líka gaman að fá gullhamra: Erótík er klám ríka mannsins, segir einhvers staðar og fátt er kynþokkafyllra en að heyra falleg orð um eigin líkama. Hrósaðu konunni fyrir bogadregnar línur, láttu hana vita hvað þú þráir hana heitt og hversu sterk áhrif hún hefur á þig sem karlmann. Trúðu mér, það virkar!

 

Auglýsing

 

  1. Í upphafi skyldi endinn skoða: Unaðslegt kynlíf snýst um annað og meira en einfalda losun. Forleikurinn er forsenda fullnægingar og hæg, lostafull nálgun getur hæglega endað með þróttmiklu hámarki. Njótið, leyfið ykkur að gefa lostanum ykkur á vald og í guðs bænum ekki flýta ykkur um of!

 

  1. Það tekur tvo í tangó: Líkami konu er ekki leikfang, heldur dásamlegt og leyndardómsfullt völundarhús unaðar og nándar. Gættu þess að bæði njóti og leyfðu konunni að taka virkan þátt. Ekki losa um eigin spennu, velta þér úrvinda á bakið og ætlast til þess að konan sjái um sig sjálf. Hér leggja bæði jafnt á vogarskálarnar og jafnrétti ætti líka að ríkja í svefnherberginu.

 

  1. Hrein sængurföt: Ótrúlegt en satt. Það eru litlu atriðin sem skipta mestu. Búið um rúmið, skiptið á sængurfötum, kveikið á kertum, afklæðist og njótið þess að kútveltast um kviknakin í tandurhreinu rúmi, löðursveitt og fléttuð saman við hvort annað. Ódýr léreftsrúmföt, reykelsi og rétt lýsing geta skipt sköpum.

 

 

  1. Farðu úr sokkunum: Hérna. Já. Þetta skiptir máli. Hver vill sjá kviknakinn karlmann í hvítum sportsokkum? Kannski sokkarnir kveiki í einhverjum konum, en er ekki miklu skemmtilegra að afklæðast með öllu áður en ráðist er til atlögu?

 

  1. Raunhæfar væntingar: Í guðs bænum ekki klifra upp í rúm og biðja konuna að bregða sér í hlutverk klámstjörnu (nema henni langi einmitt til þess). Klám getur verið skemmtilegt krydd í kynlífið, en hefðbundið kynlíf snýst um annað og meira en ofsafengnar íþróttaæfingar sem hægt væri að sjónvarpa. Ekki kasta konunni á rúmið, grípa um vininn og öskra: „Ég er Ron Jeremy!“

Njótið hvers annars, líkamlegrar nándar og leyfið lostanum að ráða för. Leiðin að hjarta konunnar liggur sannarlega gegnum líkamlega nánd, elsku og gagnkvæma virðingu í bland við hæfilegan húmor og umfram allt, einlæga vináttu.

Gleðilegt kynlíf og gagnkvæmur unaður lengi lifi!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!