KVENNABLAÐIÐ

11 merki þess að þú hafir valið réttan karlmann

Fólk í samböndum vill að sjálfsögðu að karlmaðurinn hegði sér á ákveðinn hátt. Það er enginn sem þráir það heitar en konan sem er í sambandi við hann. (Við tölum hér um gagnkynhneigð sambönd en á að sjálfsögðu einnig við um önnur.)

Flestir eru sammála um að karlmaðurinn þurfi að hafa ákveðna eiginleika að bera í sambandi. Hverjir eru þessir eiginleikar? Hver eru merki þess að þú hafir valið réttan mann?

Auglýsing

Hér eru þeir, ekki í neinni sérstakri röð:

Honum lætur þér líða sem þú sért falleg, að innan sem utan

Góður maður lætur þig ekki gleyma því hversu falleg þú ert. Hann segir ekki bara orðin heldur lætur þér líða þannig…og þannig kemur hann fram við þig, líkamlega og andlega.

Hann hvetur þig áfram og veitir þér innblástur

Góður maður mun hafa sterkan og óhagganlegan karakter. Þannig er hann hvetjandi í orðum og gjörðum. Hann mun aldrei hætta að hvetja þig og vekja hjá þér von. Góður maður mun hvetja sína konu til að vera besta útgáfan af sjálfri sér.

Hann styður þig

Hann mun skilja mikilvægi þess að styðja þig og veita þér það sem þú þarft. Það þýðir ekki að hann segi „já” við öllu eins og róbót heldur býður fram stuðning þegar aðstæður biðja um það.

Auglýsing

Hann leitast við að bæta sig sjálfan

Góður maður er ekki montinn eða sérhlífinn. Þó hann kunni að vera greindur finnur hann alltaf tækifæri til að verða betri maður – hvort sem það er að læra eitthvað nýtt, bæta á sig skyldum, komast í betra form eða annað. Hann vill alltaf bæta sig og það er jákvætt.

Hann vill að þú sért örugg

Hann ætti ekki að verja þig bara líkamlega heldur alltaf að standa með þér – í gegnum súrt og sætt.

Hann er til í að gera „litlu hlutina”

Þegar hann veitir smáatriðunum athygli og framkvæmir þá – þá ertu með góðan mann í höndunum.

Góður maður er heiðarlegur og blátt áfram

Hann lýgur ekki að konunni sem hann elskar mest. Hann ætti ekki að þegja yfir hlutum eða segja þér hvað honum finnst.

Hann er aldrei ofbeldisfullur gagnvart þér eða öðrum

Góðir menn beita aldrei konuna sína andlegu, líkamlegu, kynferðislegu eða tilfinningalegu ofbeldi. Aldrei. Einnig ætti hann ekki að leitast eftir vandræðum eða „fæting.” Hann notar styrk sinn og persónuleika til að leysa erfið mál.

Hann stendur alltaf með þér

Þegar gott eintak sýnir ást sína er hún sönn. Hann vanrækir þig ekki, alveg sama hvað. Hann mun ekki svíkjast undan skyldum sínum gagnvart þér.

Hann vinnur hörðum höndum að því að ávinna sér og viðhalda trausti þínu

Ef hann er góður skilur hann að traust, líkt og ást er ekki þvingað, það þarf að vinna inn fyrir því. Ef hann ávinnur sér traust þitt tekur hann því ekki sem sjálfsögðum hlut.

Hann setur þig alltaf í fyrsta sæti

Það þýðir ekki að hann sé alltaf á tánum í kringum þig, heldur að hann sé óeigingjarn í orðum og gjörðum. Það er alltaf skylda manns að setja konuna sína í fyrsta sæti.

Heimild: Fashion MG Style 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!