KVENNABLAÐIÐ

Súkkulaði-saltkaramelludraumur!

Auglýsing

Þessi saltkaramellukaka er ómótstæðileg!   Hún er svo sjúklega góð að það er syndsamlegt…

Uppskrift:

Fyrir 6-8 manns.

Súkkulaði-möndlubotn:

1 1/4 bolli (160gr) hveiti
1/4 bolli (30gr) smátt saxaðar möndlur
1/4 bolli (30gr) ósætt kakó duft
1/4 bolli (50gr) sykur
1/4 tsk salt
(110 gr) kalt ósaltað smjör skorið í litla teninga
1 tsk vanillu dropar
1 egg
1-2 mtsk ísvatn

Karamella:

1 1/2 bolli (300 gr) sykur
1/2 bolli (100gr) vatn
1/2 bolli (120 gr) rjómi
5 mtsk (70 gr) ósaltað smjör
1 tsk salt

Súkkulaði bræðingur:
1/2 bolli (120 g) rjómi
(120g) Bitter súkkulaði, skorið niður

Skraut:
Gróft sjávarsalt.

Aðferð

1. Undirbúið botninn. Blandið söxuðum möndlum, kakói sykri og salti saman í stórri skál.

2. Bætið smjörinu saman við smátt og smátt annað hvort í vél eða með gafli þar til deigið fer í litla klumba, bæti eggi og vanilludropum saman við. Bætið vatninu saman við og bladið vel saman við deigið. Vefjið plastfilmu um deigið og fletjið út með höndunum eða kefli þar til að það minnir á matardisk. Kælið í 30 mínútur eða yfir nótt.

Screenshot 2015-05-14 12.21.07

3. Fletjið deigið út á borðplötu sem er stráð hveiti. Fletjið degið út þar til það er ívið stærra en formið sem þú ætlar að nota. Setjið útflatt deigið í formið og skerið umframdeigið frá. Kælið í 30 mínútur.

4. Stingið deigið með gaffli og setjið smjörpappír yfir það. Fyllið formið með þurrum baunum, grjónum eða bökulóðum.

Screenshot 2015-05-14 12.21.08

5. Bakið í 180 gráðu heitum ofni í 15 mínutur. Fjarlægið þyngdina og smjörpappírinn og bakið aftur í 10-15 mínútur. Látið kólna alveg áður en þið takið botninn úr forminu.

6. Karamellan. Bræðið sykurinn og vatnið saman á miðlungshita í góðum potti þar til sykurinn bráðnar og karamellan fær á sig gylltan lit.

Screenshot 2015-05-14 12.21.09(2)

7. Takið karamelluna af hellunni og bætið rjómanum samanvið.

8. Látið aftur á helluna og sjóðið saman í 1-2 mínútur og hrærið stöðugt í með trésleif. Takið af hitanum og bætið við smjöri og salti. Blandið þar til mjúkri áferð er náð.

9. Hellið karamellunni á botninn varlega og í kæli í 4-5 klukkustundir.

Screenshot 2015-05-14 12.21.09(3)

10. Undirbúið súkkulaðibræðing. Hitið rjóma í litlum potti en takið af hellu áðu en hann fer að sjóða. Hellið yfir saxað súkkulaðið. Látið standa í 1 mínútu og blandið saman þar til súkkulaðið og rjóminn samlagast að fullu.

11. Hellið súkkulaði bræðing jafnt yfir kalda karamelluna og kælið að nýju í 2-3 tíma. Skreytið með saltflögunum og gjöriði svo vel!

Hér er kennslumyndband sem kennir aðferðina frá A-Ö. Gangi ykkur vel!

Uppskrift er fengin héðan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!