KVENNABLAÐIÐ

Í hvaða stjörnumerki eru óvinir þínir?

Það er að sjálfsögðu vitað mál að ekki kemur öllum mannverum saman. Við eigum öll einhvern í lífi okkar sem við hreinlega þolum ekki.

Annaðhvort er þetta fólk of líkt þér, of ólíkt þér eða þér finnst það bara vera bjánar.

Við höfum tekið saman hvaða stjörnumerki passa ekki saman…passar þetta við þig?

Fiskar:

Þola ekki hrútinn. Það er ekki margt sem pirrar fiskana og eru þeir yfirleitt afslappaðir og fljóta í gegnum lífið. Eldmóður og hrjúfleiki hrútanna fer í taugarnar á þeim og þeir vilja helst láta hrútana heyra það.

Auglýsing

Steingeit:

Þolir ekki fiskana. Hvað eru þeir eiginlega að spá? Þú þolir illa að sjá hversu dreymnir þeir eru og miklir hugsjónamenn. Þú sérð það sem veikleika. Þú sérð ekki að þeir komi neinu í verk og þú lítur á þá sem vonlausa.

Vatnsberinn:

Þolir ekki ljónið, þetta sjálfumglaða dýr sem alltaf heldur að það hafi rétt fyrir sér. Þau eru svo ferköntuð og miklir forystusauðir að þú þolir ekki við. Þú meikar ekki að þeir séu sífellt að reyna að stjórna og þér finnst þeir vera algerlega ofmetnir. Stundum telurðu þig ofar þeim en það er málið: Þið eruð of líkir persónuleikar.

Angry man threatening

Vogin:

Þolir ekki vatnsberann. Í raun ættuð þið að vera vinir. En þú þolir illa að sjá svona kalt og hlutdrægt viðhorf til allra hluta. Þú vilt vera metin að verðleikum og vatnsberinn mun seint meta þig. Þú reynir að sanna þig en hatar þig fyrir það á meðan.

Sporðdrekinn:

Þolir ekki vogina. Þér finnst alltaf eins og hún sé að fela eitthvað. Hún lítur svo fallega út alltaf og það ruglar þig í ríminu. Þú efast alltaf um innræti hennar, er það gott eða slæmt. Þú þolir ekki óheiðarlegt og falskt fólk og þú lætur hana finna fyrir því, fáir þú tækifæri til þess.

Auglýsing

Meyjan:

Þolir ekki krabbann. Krabbinn er svo kærulaus og hirðulaus að þú fríkar út. Þeir fylgja augljóslega hjartanu og ekki huganum, sem þér finnst út í hött. Þú hatar allt drasl sem ekki er hægt að þrífa og krabbinn getur stundum verið sóðalegur.

a st

Bogmaður:

Þolir ekki nautið. Þú skilur ekki hvernig einhver getur verið svona latur og leiðinlegur. Nautið er allt sem þú ert ekki. Ef eitthvað gerir þig ekki spennta/n viltu ekkert með það fólk hafa. Þú sérð þannig fólk sem hraðahindrun sem þú vilt helst spóla yfir.

Ljónið:

Þolir ekki meyjuna. Valdabarátta þessara tveggja endar aldrei vel. Þú vilt blinda aðdáendur meðan meyjan vill hafa allt fullkomið. Hún spyr allt of margra spurninga og þú þolir ekki að einhver hafi efasemdir um þig.

Krabbi:

Þolir ekki bogmanninn. Hann er hinn svikuli elskhugi í þínum huga. Þú hefur treyst á/gefið þig bogmanni og hann hefur svikið þig. Í raun enda mörg sambönd þannig – og þið verðið óvinir það sem eftir er. Krabbinn kemst aldrei yfir það, en bogmaðurinn kemst fljótt yfir það og heldur áfram.

Tvíburi:

Þolir ekki steingeitina. Þú talar mikið og steingeitin nennir ekki að hlusta. Þú þolir ekki þrjóskt fólk sem þykist vita alla skapaða hluti. Steingeitin þreytir þig og gerir þig pirraða/n.

a str3

Nautið:

Þolir ekki tvíburann. Þú skilur ekki hvernig er hægt að vera svona óstöðugur. Þú ert undrandi á óákveðni þeirra, svo mjög að þú skilur hreinlega ekkert í þeim. Þeir eru líka svo óútreiknanlegir og það gerir þig skelkaða/n. Þú reynir að forðast þá í lengstu lög.

Hrúturinn:

Þolir ekki sporðdrekann. Þú vilt að fólk komi hreint fram. Þú vilt alltaf halda áfram og leiðist eitthvert leynimakk. Þið eruð báðir ágengir, en á töluvert ólíkan hátt. Þú skilur þá ekki og það gerir þig brjálaða/n.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!