KVENNABLAÐIÐ

Jólaleg samloka með BRIE osti og trönuberjasósu

Hver segir að samlokurnar geti ekki verið jólalegar? Þessi er óhuggulega góð, steikt úr íslensku smjöri og gjörsamlega bráðnar í munninum…

Uppskrift sem hentar fyrir 2

4 súrdeigsbrauðsneiðar
2 msk smjör
1/2 bolli trönuberjasósa (afgangs frá kalkúnaveislunni) eða kirsuberjasósa.

2 sneiðar af kalkún
2 msk gott gróft sinnep
salt
4 stórar sneiðar af BRIE osti

Smyrjið brauðsneiðarnar með smjöri. Snúið smurðu hliðinni niður og dreifið trönuberjasósunni á aðra sneiðina og leggið sneið af kalkún yfir. Smyrjið sinnepi og osti á hina, saltið ofurlítið og leggjið sneiðarnar saman. Búið til aðra samloku eftir sömu aðferð.

Steikið samlokurnar á pönnu þar til þær hafa brúnast og osturinn bráðnað. Þetta tekur um það bil 3 mínútur á hvorri hlið. Skerið í helminga og njótið!

Screen Shot 2020-12-20 at 15.00.03

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!