KVENNABLAÐIÐ

Tunglið

Þegar fyrstu stjörnufræðingarnir fóru að pæla í tunglinu tóku þeir eftir að yfirborð þess skiptist í ljós og dökk svæði og töldu vera lönd og höf. Enn í dag er talað um höf þegar talað er um dökku svæðin, þrátt fyrir að þau séu það ekki í orðsins fyllstu merkingu.

Höfin mynduðust þegar stórir loftsteinar rákust á tunglið með það miklum krafti að þeir náðu í gegnum jarðskorpuna og inn í möttul sem þá var fljótandi. Við það lak hraun úr gatinu og þakti hluta af hnettinum. Þetta þýðir að dökku svæðin hafa myndast fyrir meira en þremur milljörðum árum síðan, því samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á sýnum sem geimfarar tóku með sér frá tunglinu, lauk eldvirkni á tunglinu þá. Ljósu svæðin (hálendi) á tunglinu eru fjöll og gígar. Þau eru um 4-4,3 milljarða ára gömul og þekja stærsta hluta yfirborðs tunglsins, eða 84%. Bergtegund sem kallast anortosít veldur hvíta litnum á hálendi tunglsins. Þessi bergtegund inniheldur frumefnin ál, kalsíum og kísil. Fjöllin eru elsti hluti tunglsins, öfugt við jörðina. Þetta á sér þá skýringu að þegar tunglið var nýmyndað gaus það eins og jörðin og við það mynduðust fjöll. Bakhlið tunglsins er nánast bara hálendi en það er vegna þess að aðdráttarafl jarðar er svo mikið að þegar tunglið var að myndast sigu öll þungu efnin inn í miðju sem er 2,5 km frá rúmfræðilegri miðju þess. Þetta kallast bundinn möndulsnúningur. Það er einnig ástæða þess að við sjáum aðeins aðra hlið tunglsins.

Heimild: http://is.wikipedia.org/wiki/Tunglið

Hér koma nokkrar magnaðar myndir af tunglinu sem við sjáum yfirleitt bara sem ljósan hnött bakvið skýin hér á landi en fáum fæst tækifæri á að skoða í nærmynd. Næst þegar þú skoðar tunglið þá veistu aðeins meira um það en síðast þegar þú sást það.

0 1 2 3 4 5 6 7 8 9

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!