KVENNABLAÐIÐ

Páfagaukur bjargaði eiganda sínum úr húsbruna

Auglýsing

Páfagaukurinn Eric vakti eiganda sinn og varaði hann við eldinum þegar kviknað var í heimili þeirra í Brisbane í Ástralíu. Gerði hann þetta áður en reykskynjarar hússins fóru í gang.

Húsið var alelda þegar slökkvilið mætti á staðinn en þá hafði eigandi hússins, Anton Nguyen, þegar náð að koma sér út úr húsinu án meiðsla.

Nguyen segir páfagaukinn hafa vakið sig upp áður en fór að heyrast í reykskynjurum.

„Ég vaknaði við skell og Eric, páfagaukurinn minn, fór að öskra það hátt að ég fór á fætur. Þá fann ég örlitla lykt af reyk,“ sagði hann í samtali við The Australian Broadcasting Corp. „Ég greip Eric og hljóp út um framhurð hússins, en þá stóð bakhelmingur hússins í logum.“

„Ég er í smá sjokki en annars heill, þökk sé Eric,“ sagði Nguyen.

Að sögn slökkviliðsmannsins Cam Thomas, bjargaði fuglinn líklega lífi Nguyen.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!