KVENNABLAÐIÐ

Raunveruleikastjarnan Erika Jayne hefur sótt um skilnað

Auglýsing

Raunveruleikastjarnan Erika Jayne, úr þáttunum The Real Houswives Of Beverly Hills, hefur sótt um skilnað eftir 21 árs hjónaband.

Erika er gift lögfræðingnum Tom Girardi en þau gengu í hjónaband árið 1999.

„Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að enda hjónaband okkar Tom Girardi,“ segir hún í samtali við E! News. „Þetta er ekki auðvelt skref. Ég ber mikla ást og virðingu til Tom og lífsins sem við höfum byggt saman.“

„Það er mín ósk að fá að ganga í gegnum þetta ferli með þeirri virðingu og því einkalífi sem við Tom eigum skilið.“

Í gegnum samband þeirra hefur Erika stöðugt þurft að kveða niður gagnrýnisraddir vegna 33 ára aldursmuns þeirra hjóna.

„Ég hef þurft að díla við þetta frá byrjun: Unga konan sem giftist ríka eldri manninum,“ sagði hún í raunveruleikaþættinum. „Ég meina, ég er orðin þreytt á að þurfa að réttlæta 20 ára hjónaband mitt. Farðu og vertu í 20 ára hjónabandi og komdu svo og fokking talaðu við við mig.“ En hún er þekkt fyrir að tala tæpitungulaust.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!