KVENNABLAÐIÐ

Eignuðust 9 börn á 3 árum!

Auglýsing

Maxine Young, 30 ára, og Jacob Young, 32 ára, giftu sig árið 2016 og langaði strax að eignast barn og stækka fjölskylduna.

Þau ákváðu að ættleiða og fengu eftir nokkurn tíma að taka að sér tvö fósturbörn. Fljótlega eftir það fengu þau símtal og voru spurð hvort þau gætu tekið að sér þriðja barnið, sem var systkyni hinna tveggja. Maxine hikaði ekki við að játa því, og ræddi það ekki einu sinni við Jakob, hún var það ákveðin í því. Þetta hljómaði auðvitað yfirþyrmandi en hún gat ekki hugsað sér að taka systkinin í sundur eftir allt sem þau voru búin að ganga í gegnum.

Sagan endar ekki þar enda leið ekki á löngu þar til þau fengu aftur símtal. Þau voru beðin um að taka að sér fjórða systkinið, litla stúlku. Svarið var einfalt, já!

Á þessum tíma áttu hjónin von á barni, eftir að hafa reynt að eignast barn í um tvö ár. Þau eignuðust síðan son í október 2018 og voru orðin sjö manna fjölskylda.

Fjórum mánuðum eftir að hafa löglega ættleitt öll fósturbörnin fjögur, komust þau að því að Maxine ætti von á sér aftur og var orðin ólétt af fjórburum. Í júlí á þessu ári komu fjögur heilbrigð börn í heiminn og eru börnin því orðin 9 talsins.

Screen Shot 2020-10-22 at 14.49.44

Screen Shot 2020-10-22 at 14.49.37

Screen Shot 2020-10-22 at 14.49.29

Screen Shot 2020-10-22 at 14.49.22

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!