KVENNABLAÐIÐ

Kim Kardashian flýgur sínum nánustu á eyju til að fagna fertugsafmælinu

Auglýsing

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er fertug í dag, 21.október.

Hún ætlar ekki að láta heimsfaraldur og samkomubann skyggja á þennan merka áfanga og hefur tekið á leigu eyju í Karabíska-hafinu og stefnir á að fljúga 30 af sínum nánustu vinum og fjölskyldu þangað í næstu viku, til að fagna afmælinu. Gestirnir hafa ekki fengið að vita nákvæma staðsetningu á eyjunni en það eina sem þeir vita er að þeir verða sóttir snemma morguns og keyrðir að einkaþotunni, þar sem þeir fá loks að vita hvert ferðinni er heitið.

Búið er að senda alla í skimun fyrir kórónuveirunni og verða allir skimaðir aftur um helgina, til að tryggja það að enginn fari af stað í gleðina smitaður.

Screen Shot 2020-10-21 at 20.09.35

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!