KVENNABLAÐIÐ

Lengstu leggir í heimi!

Auglýsing

Hin 17 ára gamla Maci Currin frá Texas er með lengstu leggi allra kvenna í heiminum og hefur það verið skjalfest af heimsmetabók Guinness.

Hægri fótleggurinn á henni mælist 134,3 cm og sá vinstri, 135,3 cm. Það var fyrir um tveim árum síðan, þegar hún þurfti að láta sérsauma á sig leggingsbuxur, að hún fór að spá í hvort um einhvers konar met gæti væri að ræða.

Hún segist vona að heimsmet hennar muni hvetja aðrar hávaxnar konur, eða fólk sem er óvenjulegt í útliti, til þess að hætta að fela sig og fagna fjölbreytileikanum. Þrátt fyrir að eiga oft erfitt með að fara inn í bíla, í gegnum dyrakarma eða í föt þá segist hún þó hafa forskot á aðra í blakliði sínu í skólanum, vegna hæðarinnar.

Þrátt fyrir að vera með lengstu leggi heims er Maci, sem er 183 cm á hæð, langt frá því að vera hæsta kona heims en það met á Sun Fang, frá Kína, en hún er 222 cm á hæð.

Screen Shot 2020-10-08 at 13.42.45

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!