KVENNABLAÐIÐ

Britney Spears:,,Mig langar að sýna ykkur hvernig ég lít raunverulega út“

Söngkonan Britney Spears birti myndir af sér á Instagram þar sem hún er nánast óþekkjanleg með gleraugu og í köflóttri skyrtu.

Hún skrifar við færsluna að hún hafi alltaf verið upptekin af útliti sínu og framkomu en nú vilji hún sýna aðdáendum sínum sitt raunverulega útlit. Sýna þeim muninn á Instagram og raunveruleikanum.

,,Ég verð óörugg þegar myndir eru teknar af mér og ég er óundirbúin..svo ég hef alltaf lagt mig fram við að líta vel út. En stundum er gott að reyna ekki svona mikið og fella niður veggina. Það þarf mikinn styrk til þess!!!,“ skrifar hún.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!