KVENNABLAÐIÐ

Nú er mál að rísa upp og skína! Myndband

Fyrir þá sem eru nú komnir með vinnuna heim, auk þess að hugsa um heimili, börn og buru, er komin tími til að ,,Rísa upp og láta ljós sitt Skína“ (,,Rise and Shine!“) innan veggja heimilisins og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Þetta á að sjálfsögðu við um bæði kynin enda státa Íslendingar sig af því að vera nútímafólk.

Hér að neðan er remix frá Kylie Jenner sem ætti að minna þig á að vera sólskin í eigin lífi þó ekki væri nema að muna textann og finna hvernig taktfastir tónarnir bera þig í huganum á einhverja sólarströndina eins og Miami. Já, bara ,,Rise and Shine!“

Auglýsing

 

Tilvalið að koma sér upp fastri og fjölbreyttri dagskrá, sem innheldur handfylli af hamingju. Nægan svefn, næringarríkan mat, notalegar samverustundir, fjölbreytt æfingarplan sem inniheldur einnig útiveru og gleyma ekki slökununni í lokin. Nú þegar sólin er hærra á lofti og náttúran kallar, er fátt betra en íslenska loftið. Þá er algjör nauðsyn að taka dans stund á hverjum degi, hækka í græjunum og bara dansa af sér bossann eins og sést á myndbandinu hér að neðan. Þvílík útrás, finndu hvernig vellíðan adrenalínsins hækkar með hverjum tóni.
Vittu til – brosið mun breikka!

Auglýsing

Þessi rútína er kraft mikil og tilvalin fyrir bæði kynin til að dansa, fíflast og sleppa af sér beislinu. Svo gott að vera ekki að taka sig of hátíðlega. Hver er betri en drottningin sjálf Beyoncé til að koma þér í gírinn!

Screen Shot 2020-04-16 at 15.17.14

Hérna eru svo líkamsræktaræfingar sem hægt er að stunda heima og einblína á fitubrennslu og almenn styrking líkamans.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!