KVENNABLAÐIÐ

HamingjuÓskir okkar ástkæri forseti allra tíma! Myndband

Í dag fagnar öll þjóðin með okkar ástkæra forseta allra tíma!
90 ára afmæli Frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Það er því við hæfi að minnast afreka hennar með eftirfarandi myndbandi sem Icelandair birti henni til heiðurs

Á Facebooksíðu Kvenréttindafélags Íslands er afmæli hennar fagnað með því að hvetja landsmenn til að setja ramma á samfélagsmynd okkar í tilefninu, um leið og ítarlega er fjallað um afrek hennar. 

Screen Shot 2020-04-15 at 15.52.17

,,Frú Vigdís Finnbogadóttir fagnar 90 ára afmæli sínu í dag 15. apríl og í ár minnumst við þess að 40 ár eru liðin frá því að hún var kosin forseti Íslands, fyrsta konan sem var lýðræðislega kjörin þjóðarleiðtogi í heimi.“

Auglýsing

Setjum ramma á samfélagsmynd okkar í tilefni afmælisins: 

FruVigdis_90 ara

,,Óskum Vigdísi til hamingju með afmælið og þökkum henni fyrir framlag hennar til kvenréttinda og lýðræðis um allan heim.“

#TakkVigdís

Auglýsing

 

Á Facebooksíðu Kvenréttindafélagsins er einnig farið ítarlega yfir afrek forsetans

,,Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og heiðursfélagi í Kvenréttindafélagi Íslands, er níræð í dag. Fjörutíu ár eru liðin frá því að Vigdís var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna í heimi til að vera lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi.

Framboð Vigdísar og kjör spratt upp úr grósku femínísku baráttunnar á 8. áratugnum og störf hennar í forsetatíð og eftir að hún lét af embætti hafa verið okkur öllum fyrirmynd og drifkraftur í áframhaldandi baráttu til kynjajafnréttis.

Árið 1987 birtist viðtal við Vigdísi í 19. júní, ársriti Kvenréttindafélagsins, þar sem hún ræddi mikilvægi þess að konur taki jafnan og fullan þátt í samfélaginu. Vigdís lauk viðtalinu með eftirfarandi sögu:

„Ég get sagt þér að ég hef tekið upp þann sið að rísa alltaf úr sæti þegar karlarnir standa upp á samkomum og syngja Fósturlandsins freyju. Ég dáist að fósturlandsins freyju og af hverju eiga þá karlar einir að standa upp? Finnst þér ekki fyndið að konur skuli límdar við stólana þegar verið er að syngja óð til landsins kvenna almennt? Ég hlakka til þess dags, þegar allt kvenfólk í landinu sprettur á fætur og horfir beint framan í karlana sína – og ekki upp til þeirra – þegar sú ágæta fósturlandsins freyja er lofuð á söngglöðum mannamótum.“

#TakkVigdís

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!