KVENNABLAÐIÐ

SÝNILEG!: Valaida Snow, ‘Drottning Trompetsins’

Screen Shot 2020-03-09 at 12.28.23
Hún var ekki bara tónlistarmaður, söngkona og dansari; hún var einnig sögumaður magnaðra sagna þar sem viðtölin gátu verið eins mikil gjörningur og sviðsframkoma hennar.

Frá 1851 fékk svart fólk ekki minningargreinar um sig í New York Times þó að það hafi markað spor sín á söguna. Í þessum mánuði lagði blaðið sig fram við að bæta ráð sitt og ljá þeim “ósýnilegu” “rödd og áheyrn” með því að bæta þeim í skjalasafnið.

Söngvari, dansari, útsetjari, trompetleikari sem og þeir sem léku á mörg önnur hljóðfæri: Gátu áður fyrr haft sömu merkingu og poppstjarna. Valaida Snow var upplifun og snart marga.

Auglýsing

Frá 5 ára aldri, byrjaði hún að stela senunni sem einn af meðlimum í flytjendahópi föður síns og lifði Snow á sviðinu og á ferðalagi. Hún varð stórt nafn í Evrópu og Asíu, alveg eins og hún var í svörtum samfélögum víðsvegar um Bandaríkin og kom oft fram á nokkrum af fyrstu djasssýningunum á alþjóða vettvangi.

Hún var einnig í kvikmyndum og hjálpaði til við að koma svartri tónlist á framfæri. Afrísk-amerísk dagblöð og alþjóðleg pressa fögnuðu Snow bæði fyrir gríðarlega hæfileika og fyrir nýmæli hennar sem kvenkyns trompetmeistari. Hún hvatti til þeirrar umfjöllunar, nýtti sér hana og sagði merkilegar sögur og viðtölin urðu bæði tjáð með sviðsframkomu og gjörningi.

„Hún lifði sínu eigin lífi og starfsferillinn einkenndist af sjálfstrausti, einhverju óvæntu og jafnvel ósæmilegu,“. Mark Miller skrifaði ævisöga hennar „High Hat, Trumpet and Rhythm: The Life and Music of Valaida Snow“ (2007). „Í raunveruleika eða skáldskap, ber lífinu að fagna.“

Auglýsing

Snow var í Danmörku vegna vinnu og var lengur en áætlað var, þegar Nasistar stormuðu um Evrópu á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún endaði í fangelsi – þó að það væri í fangelsi í Kaupmannahöfn, ekki þýskum fangabúðum eins og hún sagði seinna frá.

Þegar henni var loksins vísað út úr landinu snéri hún aftur til Bandaríkjanna að þrotum komin. Þó að hún hafi lagt sig hart fram við að endurheimta sviðsljósið lést hún árið 1956, 52 ára að aldri, illa á sig komin.

„Það óheppilega við arfleifð hennar er að hún var ekki tekin upp eins mikið og margir jafnaldrar hennar,“ sagði Tammy Kernodle, tónlistarmaður við Miami háskólann í Ohio. „En hún var mikils metin tónlistarmaður og jafnvel meðal karlkyns djassara.“

Með snilligáfu og hrífandi persónuleika sínum, fékk Snow gælunöfnin Little Louis – tilvísun í áhrif Louis Armstrong á hana – og drottning trompetins, sem henni var gefið af W.C. Handy, sem sjálfur var þekktur sem faðir blúsins.

Samt virtist stjörnuljómi Snow hafa sinn eigin hreina blæ. Þótt margir tónlistarmenn héldu búsetu í klúbbum í New York eða Chicago á 1920 og 30. áratugnum, hélt Snow sig á veginum, hugsanlega vegna þess að klúbbaeigendur og kynningarstjórar litu ekki á konur sem raunhæfa hljómsveitarstjóra.

Á hápunkti velgengni sinnar, bjó Snow í íburðarmiklum stíl. Hún hafði bílstjóra, persónulegan þjón; og eignaðist jafnvel apa sem gæludýr. Hún vildi hafa samræmi í myndatökum. „bílstjórinn, persónulegi þjónninn og apinn áttu allir að klæða sig eins,“ rifjaði kabarettissöngvarinn og píanóleikarinn Bobby Short upp við sælla minninga.

Valada Snow fæddist í Chattanooga, 2. júní 1904, elsta fjögurra barna í tónlistarfjölskyldu.

Móðir Valada, Etta, var tónlistarkennari sem hafði farið í Howard háskóla og kennt börnum að leika á hljóðfæri og syngja. John, sem fór eftir J.V., var ráðherra sem setti saman hóp barna sem flytjendur, betur þekkt sem Pickaninny Troubadours og kynnti þau í svörtum leikhúsum og um Suðurríkin.

Þegar hún var 5 ára var Valada orðin stjarna sýningarinnar. Á unglingsaldri gat hún auðveldlega spilað á tugi strengja- og hljóðfæra. Fiðlan var í miklu uppáhaldi, en sviðsframkoma hennar einkenndist einnig af  söng, dansi og jafnvel sjónhverfingalist.

Snow var einungis 15 ára þegar hún gifist samferðamanni í skemmtanaiðnaðinum, Samuel Lewis Lanier en hann var ofbeldishneigður og hún yfirgaf hann fljótt. Faðir hennar hafði nýlega látist og það var ekki fyrr en 1921, þegar hún gekk til liðs við vinsælu „Holiday in Dixieland,“ að hún komst aftur á sjónarsviðið.

 

Árið 1924 fengu Eubie Blake og Noble Sissle hana í „Í Bamville,“ til að fylgja eftir söngleiknum sem sló í gegn „Shuffle Along.“ Þau ferðuðust til New York næsta ár undir nafninu „The Chocolate Dandies,“ en fékk misjafna dóma og hætti fljótlega. Í mörgum þessara neikvæðu dóma voru tvær undantekningar: Snow og meðstjarna hennar Josephine Baker, sem var rísandi stjarna og ferill hennar nýhafin.

Snow ferðaðist um Bandaríkin með litlum djasshljómsveitum, en það var þriggja ára túr um Evrópu og Asíu sem hófst árið 1926, þegar hún var 22 ára og gerði hana að stjörnu. Hún ferðaðist til London og Parísar með „Blackbirds“ framleiðandanum Lew Leslie og fór síðan með trommaranum Jack Carter á tónleikaferð um Kína og Suðaustur-Asíu.
Snow er mikilvæg í þeim skilningi að hún hjálpar okkur við að öðlast skilning á útbreiðslu djassins til Evrópu, sérstaklega eftir fyrri heimsstyrjöldina.

Í Bandaríkjunum tók Snow áberandi hlutverk í öðrum söngleik, „Rhapsody in Black,“ sem Leslie hafði gert að mestu leyti til að sýna fram á hæfileika hennar, þó að Ethel Waters væri álitin stjarna söngleiksins. Það bjó til langvarandi samkeppni milli þeirra tveggja.

Síðari hluta fjórða áratugarins var Snow víðsvegar um Evrópu og tók m.a. upp „High Hat, Trumpet and Rhythm.“ en hún tók aldrei upp í Bandaríkjunum sem trompetleikari.

Um miðjan fjórða áratuginn kynntist Snow og giftist Ananias Berry, 19 ára dansara sem kom fram með Berry Brothers, fjölskyldusveit. Nýju hjónin þróuðu leikmynd og unnu saman en aldursmunurinn vakti neikvæða umfjöllun – sérstaklega eftir að Samuel Lewis Lanier, fyrrum eiginmaður Snow, fór með hana fyrir dómstóla og fullyrti að löngu hjónabandi þeirra hefði aldrei verið ógilt opinberlega. Það leiddi til spennu milli Snow og Berry og hjónabandið entist ekki.

Frá og með 1940, meðan hann bjó í Evrópu, fann Snow sig fasta í tvö ár í hernámi nasista í Danmörku og dvaldi jafnvel eftir að yfirmaður hennar hafði flúið. Í ævisögu hr. Miller kom fram að hún hefði setið í 10 vikur í gæsluvarðhaldi í tveimur dönskum fangelsum. Fangelsi hennar gæti hafa verið tilraun yfirvalda til að vernda hana og hýsa á erfiðum tímum, eins og herra Miller heldur fram, eða það gæti einfaldlega hafa verið ólögmætt.

Snow gat farið frá Danmörku vorið 1942 á bandarískt skip sem var komið til bjargar flóttamönnum. Heim aftur – þar sem heimkoma hennar var frétt á forsíðu í svörtum dagblöðum – sagði hún sögur af því að hafa verið haldið í fangabúðum „í átta hræðilega mánuði“ og stundum verið barin. Amsterdam News greindi frá því að hún væri „eini dökki skemmtirkrafturinn sem hefði verið kona og verið fangelsuð í fangabúðum nasista.“

Hvað sem sannleikanum líður, sögðu vinir hennar að hún hafi borið með sér sorg sem myndi aldrei hverfa með öllu. Hún giftist aftur 1943. Þriðji eiginmaður hennar, Earle Edwards, var fyrrum skemmtikraftur sem varð framkvæmdastjóri hennar. Parið flutti til Los Angeles þar sem litið var á hana sem andlegan leiðtoga og innblástur fyrir ungu tónlistarmennina sem gerðu klúbba Central Avenue af suðupotti nýsköpunar í jazz.

Árið 1949, þar sem hún kom fram í ráðhúsinu í New York, fékk hún fyrstu og einu umfjöllunina í The New York Times: tilkomumikla umfjöllun.

Snow lést af völdum heilablæðingar 30. maí 1956 við trúlofun í Palace leikhúsi í New York. „hennar var minnst,“ skrifaði Mr Miller í ævisögu sinni, „af manninum sínum, Earle, Lavada systur hennar, bróður hennar Arvada og stjúpbróður hennar Arthur (Artemus) Bush – sem goðsögn. “

Úr The New York Times

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!