KVENNABLAÐIÐ

Hafra-súkkulaði-saltkaramellu-epla-KAKAN: Uppskrift

Þessi kaka er eiginlega alveg ómótstæðileg og þið verðið að prófa hana. Hún er bara svo sjúklega góð, sætt súkkulaðið, brakandi hafrar og hnetur, stökk epli, og SALTKARAMELLA…Þetta er eiginlega of gott til að vera leyfilegt…en svona býrðu þessa elsku til….

Auglýsing

Oatmeal-Chocolate-Chunk-Salted-Coffee-Caramel-Apple-Skillet-Cookie-8

Innihald:

1 3/4 bolli+ 2 matskeiðar  haframjöl

1 1/2 bolli hveiti

1 bolli brúnn sykur

3/4 teskeið lyftiduft

1/4 teskeið salt

3/4 bolli kókosolía eða canola olía

2 egg

2 teskeið vanilludropar

1 bolli dökkt súkkulaði í bitum

Auglýsing

Oatmeal-Chocolate-Chunk-Salted-Coffee-Caramel-Apple-Skillet-Cookie-4-1

Salt karamella:

1 bolli svart kaffi

1 1/4 bolli brúnn sykur

1 bolli kókósmjólk eða rjómi

2 teskeiðar smjör

1 matskeið Kahlua (má sleppa)

1/4 teskeið gott salt

flögusalt til að skreyta með

2 – 3 epli (Granny Smith henta vel)

ristaðar pekan hnetur

Ís og þá vanillu ef þú vilt eða þeyttur rjómi

Aðferð:

Hitaðu ofninn í 180 gráður. Smyrðu kökufom eða járnpönnu með smjöri. Til að gera karamelluna bræðirðu saman kaffið og brúnan sykur í potti og látið sjóða í 5 mínútur. Bætið rjóma eða kókosmjólk varlega saman við, hrærið vel saman. Látið sjóða að nýju og lækkið svo hitann og látið malla þar til karamellan er þykk og þekur skeiðarbak þegar þú dýfir henni í blönduna.

Ef þú notar hitamæli þá gættu þess að láta karamelluna ekki hitna yfir 180 gráður. Takið af hitanum og hrærið Kahlua og salti saman við. Geymið.

Kakan:

Blandið saman haframjölinu, hveiti, brúnum sykri, lyftiduftinu, salti, bræddri kókosolíu/canola olíu, eggjunum og vanilludropunum í stóra skál. Hrærið vel saman og deigið verður blautt og olíukennt en á að hanga vel saman. Blandi smátt söxuðu súkkulaðinu einum bolla saman við.

Oatmeal-Chocolate-Chunk-Salted-Coffee-Caramel-Apple-Skillet-Cookie-2

Takið helming deigsins og þrýstið því á botn kökuformsins og þekið botninn vel.

Oatmeal-Chocolate-Chunk-Salted-Coffee-Caramel-Apple-Skillet-Cookie-5

Setjið vel af karamellunni yfir botninn. Setjið smávegis af súkkulaðibitunum yfir og svo afganginn af deiginu yfir. Ekki hafa áhyggjur þótt þú getir ekki þakið súkkulaðibitana og þeir standi upp úr því það er allt í lagi. Bættu heldur við súkkulaði ofan á ef þú vilt.

Oatmeal-Chocolate-Chunk-Salted-Coffee-Caramel-Apple-Skillet-Cookie-3

Bakið í 20-25 mínútur gætið þess bara að baka ekki of lengi. Taktu kökuna úr ofninum og láttu standa á borði í 5 mínútur.

Oatmeal-Chocolate-Chunk-Salted-Coffee-Caramel-Apple-Skillet-Cookie-8

Skerðu eplin mjög þunnt og settu ofan á kökuna, settu vel af karamellunni yfir og að endanum skreytirðu með ristuðu pekan hnetunum og flögusaltinu.

Ef þú vilt dekra sérstaklega við þig og þína þá færðu þér ískúlu með eða smávegis af rjóma!  Njóttu í botn!!!

Við fundum uppskriftina á Pinterest

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!