Ricky Martin og eiginmaður hans Jwan Josef tilkynntu að þeir væru búnir að eignast soninn Renn Martin-Yosef á Instagram og settu inn mynd af hvítvoðungnum í örmum föður síns, báðir foreldrarnir afskaplega glaðir.
„Nuestro hijo Renn Martin-Yosef ha nacido,” skrifaði poppstjarnan á spænsku sem þýðir einfaldlega: „Sonur okkar Renn Martin-Yosef er fæddur.“
Martin og Yosef eru nú þegar foreldrar tvíburanna Valentino og Matteo, og dótturinnar Luciu.
Þeir hafa ekki gefið upp nákvæmlega hvernig barnið kom í heiminn eða á hvaða hátt en hann tilkynnti þetta á tónleikum í september: „Ég verð að segja ykkur…við erum óléttir. Við erum að bíða!“ Þegar fagnaðarlæti brutust út sagði hann: „Ég elska stórar fjölskyldur!“