KVENNABLAÐIÐ

Söngvarinn Ricky Martin eignast fjórða barnið

Ricky Martin og eiginmaður hans Jwan Josef tilkynntu að þeir væru búnir að eignast soninn Renn Martin-Yosef á Instagram og settu inn mynd af hvítvoðungnum í örmum föður síns, báðir foreldrarnir afskaplega glaðir.

Auglýsing

„Nuestro hijo Renn Martin-Yosef ha nacido,” skrifaði poppstjarnan á spænsku sem þýðir einfaldlega: „Sonur okkar Renn Martin-Yosef er fæddur.“

Auglýsing

View this post on Instagram

Nuestro hijo Renn Martin-Yosef ha nacido. #elbebéhanacido

A post shared by Ricky (@ricky_martin) on

Martin og Yosef eru nú þegar foreldrar tvíburanna Valentino og Matteo, og dótturinnar Luciu.

Þeir hafa ekki gefið upp nákvæmlega hvernig barnið kom í heiminn eða á hvaða hátt en hann tilkynnti þetta á tónleikum í september: „Ég verð að segja ykkur…við erum óléttir. Við erum að bíða!“ Þegar fagnaðarlæti brutust út sagði hann: „Ég elska stórar fjölskyldur!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!