KVENNABLAÐIÐ

Felicity Huffman sleppt úr fangelsi eftir tíu daga vist

Leikkonan Felicity Huffman sat aðeins inni í tíu daga af 14 eftir að hafa verið dæmd vegna þess hún greiddi fyrir breytingar á SAT prófum dóttur sinnar til að komast inn í betri háskóla.

Auglýsing

Desperate Housewives leikkonan var leyst úr haldi í dag, föstudaginn 25. október úr „lúxusfangelsi“ í Dublin, Kaliforníuríki.

Var henni hleypt út fyrr þar sem henni átti að vera sleppt um helgi, en það er stefna fangelsisyfirvalda.

Auglýsing

Felicity (56) hóf afplánun þann 15. október síðastliðinn og átti að sleppa út sunnudaginn 27. október. Innanbúðarmaður lýsir viðbrögðum hennar á þennan hátt: „Felicity bar höfuðið hátt þar til hún var dæmd, en um leið og dyrnar lokuðust að baki hennar áttaði hún sig á hvar hún var. Það voru stöðugt öskur, grátur og barsmíðar og henni fannst hún vera komin í lifandi helvíti.“

Þann 13. maí síðastliðinn játaði hún sekt sína og sagðist hafa greitt 15.000 dali til að bæta SAT einkunn dóttur hennar og baðst afsökunar. Fyrir utan fangelsisdóminn fékk hún 30.000 dala sekt og 250 tíma í samfélagsþjónustu.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!