KVENNABLAÐIÐ

Lady Gaga hætt með kærastanum Dan Horton

Lady Gaga er orðin einhleyp á ný! Hún hætti með hljóðmanninum Dan Horton (49), en þau voru saman í þrjá mánuði. Sagði hún við mynd af sér á Instagramsögunni sinni að hún væri með „einni sem væri að fara að gifta sig, og einni einhleypri“ og meinti þá Sarah Nicole Tanno sem er að fara að gifta sig og hún sjálf væri þá einhleyp.

Auglýsing

Lady Gaga féll illa á sviði eftir að aðdáandi kom upp á svið og missti hana. Hún sendi svo kveðjur á samfélagsmiðlum og sagðist hafa farið í röntgen á öllum líkamanum en það væri allt í lagi með hana: „Just Dance. Gonna be ok“ sem er lína úr laginu hennar.

Auglýsing

Í júlí á þessu ári sáust Lady Gaga og Dan kyssast í Studio City, Kaliforníuríki, og sagði sjónarvottur að hún hafði „hlegið mikið og brosað. Þau voru að tala saman mjög náið og héldust í hendur á litlu borði.“ Þau hafa unnið saman lengi, frá því 2018. Sagði hún frá þessu á samfélagsmiðlum og lét vel af Dan.

Lady Gaga var áður trúlofuð leikaranum Taylor Kinney (38) en þau hættu saman 2016. Eftir það trúlofaðist hún Christian Carino (50) en þau hættu saman í febrúar á þessu ári eftir að hafa verið saman í tvö ár.

Aðdáendur hafa bundið miklar vonir við að hún myndi byrja með Bradley Cooper, meðleikara hennar úr A Star Is Born en hann skildi við barnsmóður sína Irina Shayk í sumar.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!