KVENNABLAÐIÐ

Angelina Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn við Brad Pitt

Angelina hefur lítið sagt um skilnaðinn við Brad, en þau skildu fyrir þremur árum. Angie, 44, og Brad, 55 eiga dæturnar Zahara, 14, Shiloh, 13, og Vivienne, 11, og synina Maddox, 18, Pax, 15, og Knox, 11.

Angelina segir í viðtali við franska tímaritið Madame Figaro að ákvörðunin um að skilja hafi verið „flókið andartak.”

Auglýsing

Heldur Angelina áfram og segir að þegar hún var orðin ein hafi hún ekki „þekkt sjálfa sig lengur.”

„Ég get ekki séð inn í framtíðina og er á tímabili breytinga – þetta er eins og endurkoma, ég er að finna sjálfa mig aftur. Ég týndist í smástund.”

Auglýsing

Angelina útskýrir það andartak þegar „sambandið við Brad var að enda.” „Mér leið sem ég væri minni, lítil, næstum eins og ég skipti ekki máli, þrátt fyrir að það væri kannski ekki augljóst. Ég fann fyrir djúpum og raunverulegum leiða, ég var særð.”

Þrátt fyrir erfiðar tilfinningar segist Angie hafa lært mikið og hafi „tengst þessari augmýkt og ómerkilegheitum á ný. Allir þessir hlutir setjast að í þér og minna þig á hversu heppin þú sért að vera á lífi.”

Fyrir þetta nýja viðtal segir Angelina fá styrk sinn frá börnunum. Maddox er farinn í háskóla í Suður-Kóreu og það tók hana þungt. Þegar hún skutlaði honum í skólann var hún mynduð en Brad var hvergi nálægur. Angelina segist hafa þurft að „díla” við það að Maddox sé orðinn að manni og hann býr í pínulitlu herbergi á heimavist! Maddox og Angie gátu hist fyrr í vikunni en þau flugu bæði til Japans til að vera við frumsýningu nýrrar Disney myndar.

Angelina er nú að kynna nýju myndina sína sem frumsýnd verður þann 18 október næstkomandi, Maleficent: Mistress of Evil. Búist er við mikilli aðsókn.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!