KVENNABLAÐIÐ

Tónleikum Metallica frestað meðan James Hetfield fer í meðferð

Hið fræga þungarokkshljómsveit þarf að fresta tónleikum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi því söngvarinn, James Hetfield, gat ekki meira og þurfti að fara í eiturlyfja- og/eða áfengismeðferð.

Auglýsing

Rokkararnir tilkynntu þetta á samfélagsmiðlum.

Auglýsing

Metallica átti að halda tónleika í Perth, Ástralíu, þann 17. október.

Sögðu þeir: „Okkur þykir leitt að láta vini og aðdáendur vita að við þurfum að fresta komandi tónleikaferðalagi um Ástralíu og Nýja-Sjáland. Við ætlum að koma til ykkar um leið og áætlun og heilsa leyfir. Við látum ykkur vita um leið og við getum…við þökkum skilninginn og stuðninginn við James og takk fyrir að vera hluti af Metallica fjölskyldunni.“

Hetfield (56) hefur lengi glímt við fíknivanda. Hann mun enn eina ferðina fara í meðferð og reyna að vinna í bata sínum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!