KVENNABLAÐIÐ

Maddox svarar spurningum um föður sinn, Brad Pitt

Svo virðist sem Maddox, sonur Angelinu Jolie og Brad Pitt sé ekki búinn að fyrirgefa föður sínum. Maddox, sem lærir lífefnafræði í Yonsein háskólanum í Suður-Kóreu veitti viðtal sem hann sjaldan gerir.

Auglýsing

Í myndbandi spyr fréttamaðurinn Maddox hvort Brad hafi hug á að heimsækja hann í háskólann og svarar Maddox þá: „Ég veit ekkert um það eða hvort það mun gerast.“

Auglýsing

Svaraði hann einnig spurningu um hvort sambandinu við föður hans væri lokið og sagði: „Nú, hvað sem gerist, gerist.“

Eins og lesendur vita var árás Brad á Maddox í flugvél upphafið að endinum hjá Brangelinu. Brad átti að hafa slegið hann. Angie sótti um skilnað nokkrum dögum seinna.

Brad neitaði ofbeldinu en sagðist hafa öskrað á hann. FBI lýsti því yfir að Brad yrði ekki ákærður.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!