KVENNABLAÐIÐ

Elskar enn konuna sem myrti hjákonu hans og framdi svo sjálfsvíg

Hún trylltist þegar hún komst að því að hann átti hjákonu: Jennair Gerardot (48) var brjáluð þegar hún uppgötvaði að eiginmaðurinn hennar til 20 ára stóð í framhjáhaldi með yngri konu, hinni 33 ára Meredith Chapman.

Í Apríl árið 2018 fundust þær báðar látnar á heimili yngri konunnar í Radnor, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, en Jennair tók líf þeirra beggja.

Mark Gerardot – eiginmaður Jennair – hefur nú opnað sig varðandi framhjáhaldið sem leiddi til dauða bæði eiginkonunnar og hjákonunnar.

Mark og Jennair meðan allt lék í lyndi
Mark og Jennair meðan allt lék í lyndi
Auglýsing

„Eftirsjá mín snýr aðallega að því að ég braut hjartað hennar og ég hafi látið henni líða eins og hún hefði enga aðra möguleika. Ég vildi ég hefði ekki sært hana því ég elskaði hana. Ég elska hana ennþá. Ég vildi ég gæti tekið þetta til baka.”

Mark, sem vinnur í háskóla, segir að hjónabandið hafi dalað árið 2017 og þau flutt til Delaware í kjölfar atvinnumissis Jennair.

Mark kynntist Meredith á nýja vinnustaðnum þrátt fyrir að hún hafi líka verið gift. Það leið ekki á löngu áður en þau áttu í ástríðuþrungnu sambandi.

Mark
Mark
Auglýsing

Jennair varð sífellt tortryggnari og grunaði hann væri að halda framhjá sér. Hann viðurkenndi það loks eftir að hún gekk á hann.

Hjónabandið var í molum og Mark sótti um skilnað sem Jennair tók fyrst vel í.

Þegar þau höfðu skilið að borði og sæng fór Mark að fá skilaboð frá Jennair sem sagði t.d. að hún „vonaði hann yrði aldrei hamingjusamur aftur.”

Húsið þar sem morðið og sjálfsvígið var framið
Húsið þar sem morðið og sjálfsvígið var framið

Jennair ferðaðist í næsta ríki til Meredith, dulbúin með hárkollu. Þar braust hún inn til hennar með því að brjóta rúðu en hreinsaði upp glerbrotin til að vekja ekki grunsemdir. Þegar Meredith kom heim réðist Jennair á hana á nágrannarnir heyrðu skotið úr byssu. Þeir hringdu á lögregluna og þegar hún mætti á staðinn fann hún Mark Gerardot fyrir utan húsið. Lögreglan fann Meredith látna vegna byssuskots og lík Jennair og virtist sem hún hafi notað byssuna á sig sjálfa.

Meredith
Meredith

Mark er nú að skrifa um framhjáhaldið sem endaði með þessum hörmungum og segir að það sé ákeðin frelsun í því. Vonar hann að bókin hans muni hjálpa öðrum að læra af mistökum hans.

Mark segir: „Það er fullt af fólki sem er gift þarna úti…það er að ganga í gegnum það sama og ég og Jennair vorum að ganga í gegnum. Ég er ekki að segja að þau þurfi öll að enda á sama hátt og okkar. En…það er mikil ástríða, það eru mörg rifrildi í bókinni þannig ég held það sé algengt í hjónabandi.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!