KVENNABLAÐIÐ

Nýfædd dóttir brosti blítt til föður síns þegar hún þekkti röddina!

Yndislega falleg stund: Mynd sem farið hefur á flug á netinu er af fjölskyldu Antonella litlu þegar hún var nýkomin úr legi móður sinnar. Þekkti hún rödd föður síns, Flávio Dantas, 25 ára. Móðir hennar Tarsila Batista sagði í viðtali við SóNotíciaBoa,: „Þeir settu hana í fangið á mér og hún var sofandi. Um leið og hann talaði við hana opnaði Antonella augun og brosti!“

Auglýsing

nyfdd in

Flavio talaði og söng fyrir barnið alla meðgönguna: „Hann sagði alltaf hvað hann elskaði hana mikið. Góðan daginn þegar ég fór í vinnunna, góða kvöldið þegar ég kom heim…sagði alltaf að hann ætlaði að vera til staðar fyrir hana, strauk kúluna….og ótrúlegt en satt var það alltaf á sama tíma á hverjum degi þegar hún fór að hreyfa sig.“

Auglýsing

Antonella brosti þegar hún heyrði hið sama og pabbi hafði sagt við hana alla meðgönguna. Flavio sagði: „Ég hélt ég vissi hvað sönn ást væri þar til ég sá þetta bros…einlægasta bros í heimi.“

Flavio er brasilískur hermaður en Tarsila vinnur í búð og einnig sem kokkur. Antonella kom í heiminn rúmar 12 merkur og 49 cm í Rio de Janeiro. Hún fæddist þann 11. ágúst sem er feðradagurinn í Brasilíu.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!