KVENNABLAÐIÐ

Quentin Tarantino er að verða faðir í fyrsta sinn

Leikstjórinn Quentin Tarantino er að eignast sitt fyrsta barn 56 ára með eiginkonu sinni Daniellu sem er 35 ára. Parið trúlofaðist í júní 2017 og gengu í það heilaga í nóvember 2018.

Auglýsing

Árið 2015 sagði Quentin í viðtali við Entertainment Weekly að hann hefði haft „barnasýki“ fyrir 13 árum síðan: „En ég læknaðist af þessari sýki. Það þýðir ekki að ég vilji ekki börn, en núna, vil ég gera tíu myndir án truflunar.“

Auglýsing

Hann var að ljúka níundu myndinni þannig þetta passar fullkomlega, er það ekki?