KVENNABLAÐIÐ

„Herra Tinder” finnur ástina á hefðbundinn hátt

Náungi sem hefur fengið mest „svæp” til hægri í heimi hefur nú fundið ástina..og nei – hann fann hana ekki á Tinder. Árið 2017 var hinn 29 ára Stefan Pierre-Tomlin sæmdur nafnbótinni „most swiped man” á stefnumótaappinu Tinder. 14.600 manns höfðu líkað við hann á tveimur árum

Nú er Stefan búinn að eignast kærustu – fyrrum X Factor keppandannNatasha Boon og féll hann fyrir henni á hefðbundinn hátt en þau kynntust í gegnum sameiginlegan vin.

mr tind3

Auglýsing

Stefan eyddi fimm árum í að leita að ástinni á netinu áður en hann hitti Natashu: „Þegar ég sá Natöshu fyrst minnti hún mig strax á Marylin Monroe – hún var í þröngum rauðum kjól, með rauðan varalit og ljóst hárið var óaðfinanlegt. Hún hreinlega bræddi mig og það gerist sjaldan hjá mér. Ég var með fiðring í maganum og var bara: „Þetta er ekki eðlilegt!” Við töluðum saman í klukkutíma eða svo og ég fékk símann hjá henni áður en umboðsmaðurinn minn dró mig heim. Við skiptumst á sms-um allt kvöldið og nú erum við brjálæðislega ástangin.

Auglýsing

„Venjulega nýtir fólk sér tæknina í dag til að finna ástina en ég og Natasha vorum heppin og ég er glaður við hittumst á „gamaldags” hátt.

 

Stefan, sem er frá London, fékk nokkur gigg í litlum sjónvarpsþáttum á borð við Celebs Go Dating. Hann átti í erfiðleikum með að tengjast konum í gegnum appið en fór á 15 stefnumót á tveimur árum.Sagði hann: „Þetta gekk ekki upp því konur höfðu meiri áhuga á frægð minni en persónuleikanum.”

mr tind

Auglýsing

Natasha og Stefan hafa verið saman síðan í apríl á þessu ári og búa saman. Natasha frétti ekki af þessari Tinder frægð hans fyrr en seinna og fannst það vandræðalegt: „Mér fannst þetta furðulegt, Mr. Tinder. Ég skildi ekki að hann þyrfti að finna konur á netinu, hann er svo myndarlegur. Ég verð dálítið afbrýðisöm þegar ég hugsa um hversu margar konur langar í hann en finnst það líka geggjað hversu mörgum líkar við hann. Mér finnst ég njóta forréttinda að vera með honum. Ég hef aldrei notað svona öpp sjálf.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!