KVENNABLAÐIÐ

Mike Tyson segist reykja kannabis fyrir andvirði 40.000 dala á mánuði

Fyrrum boxarinn Mike Tyson hefur snúið sér að öðrum og brýnni málefnum. Nefnilega kannabisreykingum. Mike heldur úti hlaðvarpinu „Hotboxin´“ og þar segir hann að þeir stjórnendurnir reyki að andvirði fyrir 40.000 dali á mánuði, allt frá kannabisbúgarði Tysons. Það gera um fimm milljónir ISK á mánuði.

Auglýsing

„Hvað reykjum við á mánuði?“ spurði Tyson meðstjórnandann sinn Eben Britton meðan hann dró að sér reykinn úr einni feitri: „Er það 40.000 dalir á mánuði? Það er 40, já, 40.000 á mánuði.“

Auglýsing

Britton reiknaði út að þeir reyktu fjall af grasi í hverjum mánuði og játaði: „Það er klikkað.“

Í desember í fyrra keypti Mike Tyson Ranch sem er 40 ekra land, 60 mílum frá þjóðgarðinum Death Valley.

Jarðvegurinn gefur af sér góðar plöntur og er kannabis framleitt til átu og er búð á staðnum ásamt „glamping“ fyrir reykingamenn.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!