KVENNABLAÐIÐ

Angelina vill fá frönsku höllina Chateau Miraval í „skilnaðargjöf” frá Brad

Angelina hefur nú farið offari í sjálfselsku, segja þeir sem kunnugir eru skilnaðarmálum hennar og Brad. Angie hefur nú augastað á frönsku eigninni þeirra, höllinni Chateau Miraval og vill fá það á pappírum þegar skilnaðurinn gengur loksins formlega í gegn.

Auglýsing

„Angie var nýlega í Frakklandi og fór í pílagrímaferð til hallarinnar og vínekrunnar – sem þau Brad áttu saman og þau eiga enn. Þau höfðu gert með sér heiðursmannasamkomulag að þau myndu deila eigninni þar sem hún er arðbær viðskiptafjárfesting, en þegar hún kom aftur þangað áttaði sig á hversu hrifin hún væri af henni – og hversu brjálaður Brad yrði ef hún myndi taka hana af honum,” segir innanbúðarmaður sem náinn er parinu.

Brad og Angie giftu sig á eigninni
Brad og Angie giftu sig á eigninni

Ef Angelina gerir áætlun sína að veruleika mun Brad ekki gera henni auðvelt fyrir: „Brad elskar þennan stað og er mjög stoltur af því að vera vínbruggari og veit að Angie myndi bara selja eiginina, eða það sem verra er – eyðileggja hana, bara til að vera andstyggileg,” segir innanbúðarmaðurinn og bætir við að Brad hefur verið í sambandi við lögmenn sína út af málinu: „Hann mun berjast til síðasta blóðdropa í þessu máli og fá að halda höllinni.”

Auglýsing

Brad  (55) og Angie (44) skildu árið 2016 eftir að Brad og Maddox lentu í rifrildi í flugvél. Skilnaðarbaráttan hefur staðið síðan þá. Í eitt sinn fékk Brad ekki að hitta Pax og Maddox í 900 daga.

Þau hafa reynt að leita ráðgjafar til að hafa hlutina á góðum nótum en ef Angelina heldur fast í þessar áætlanir á það eftir að standa.

Brad er að vinna að æviminningum þar sem hann mun skýra sína hlið á málinu: „Brad er enn edrú og hefur verið að vinna að bók í einhvern tíma. Hann er bara að bíða eftir útkomu skilnaðarmálsins svo hann geti gefið hana út.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!