KVENNABLAÐIÐ

Beyonce og Jay Z ætla að gera dóttur sína Blue Ivy að „súperstjörnu”

Blue Ivy Carter sem er orðin sjö ára á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana, en foreldrar hennar eru sem kunnugt er rapparinn Jay Z og söngkonan Beyonce.

Þegar Bey gaf út síðustu plötu kom Blue fyrir í henni og söng Brown Skin Girl – nú halda henni engin bönd.

Auglýsing

„Beyonce hefur verið að forrita Blue Ivy til að verða söngkona frá því hún fæddist,” segir vinur söngparsins í nafnlausu viðtali við Radar.

„Blue hefur séð hverja einustu sýningu og tónleika móður sinnar og hún hefur verið í söngkennslu frá því áður en hún fór að tala!”

Auglýsing

Bey og Jay eru afskaplega stolt af dóttur sinni: „Að sjálfsögðu er Beyonce mjög styðjandi við Blue en hún vill verða alveg eins og mamma hennar,” segir vinurinn. „Þau vita að Blue hefur fallega rödd og þar sem hún hefur einnig augljóslega hæfileika mun ekkert stöðva hana.”

Þrátt fyrir að foreldrar hennar séu eitt ríkasta par heims, eru þau passasöm að hleypa henni ekki fram fyrir aðra: „Hún var skráð fyrir laginu og fékk einnig greitt fyrir framlag sitt.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!