KVENNABLAÐIÐ

Bilanir á Facebook: Myndir eða póstar birtast ekki

Samskiptamiðillinn Facebook virkar nú ekki sem skyldi. Einnig hefur verið kvartað undan Instagram og WhatsApp. Vandinn virðist vera með ákveðna þætti. Notendur segja að ákveðnir póstar eða myndir birist ekki, þrátt fyrir að vefsíðan virki.

Auglýsing

Vandinn virðist vera um víða veröld og hafa kvartanir borist frá Evrópu, Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og Japan einna helst. Hundruð þúsunda hafa fundið fyrir vandanum.

Auglýsing

Síðast í mars á þessu ári duttu þrjár aðalsíður Facebook svona niður og varði vandinn í marga kllukkutíma. Var talið að um vanda á vefþjóni væri að ræða, en þá voru Instagram, WhatsApp og Facebook í vanda.

Facebook póstaði þá afsökunarbeiðni á Twitter (!) þar sem var um að ræða – er talið – mestu vandræði í sögu netsins, milljónir voru í vanda.

Heimild: The Independent

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!