KVENNABLAÐIÐ

Trommari Guns N’ Roses, Steven Adler, lagður inn á spítala í kjölfar sjálfsvígstilraunar

Fimmtudaginn 27 júní var lögreglan í Los Angeles kölluð að heimili Steven Adler (54) í Studio City, sagði lögregluþjónninn Jeff Lee við People.

„Við komuna ákváðu lögregluþjónar að enginn glæpur hefði verið framinn og var atvikið höndlað sem sjúkrahúsmál,” sagði Lee. „Sjúklingurinn var fluttur á nærliggjandi sjúkrahús með óverulega áverka.”

Auglýsing

Talsmaður slökkviliðsins í Los Angeles sagði einnig að þeir hefðu verið kallaðir heim til Stevens vegna stungusárs og einn einstaklingur hefði verið fluttur á spítala með sjúkrabíl. Steven stakk sjálfan sig í magann.

Auglýsing

Steven hefur átt langa sögu um misnotkun lyfja og áfengis og hefur meira að segja talað um það í þættinum Celebrity Rehab með Dr. Drew. Árið 2017 sagði móðir hans, Deanna Adler, í bók sinni Sweet Child of Mine: How I Lost My Son to Guns N’ Roses að Steven hefði ánetjast eiturlyfjum og berðist við sína djöfla.

„Ég er hræddur við að lesa hana,” sagði Steven vegna útkomu bókarinnar í viðtali við Rolling Stone á þeim tíma. „Ég hef bara lesið þrjár bækur um ævina, en einn daginn mun ég lesa hana bara til að sjá hvað ég hef látið hana ganga í gegnum.”

Deanna sagði í bókinni að þegar Steve fór í þáttinn var hann ekki edrú og hann hefði farið í hann bara til að slást við hana í sjónvarpinu. Eftir að þau höfðu ekki talað saman í fjóra mánuði hittust þau og það fyrir framan myndavélarnar. Hafði hún vonast til að Dr. Drew hefði gert betur.

„Burtséð frá því hvernig ég leit út hefði ég samt vonað að Doctor Drew hefði hjálpað Steven. Steven var enn nógu snjall til að gera það sem hann vildi við líf sitt og ef þeir hefðu hjálpað honum að einbeita sér að því að láta renna af honum, gæti hann það. Ég veit að það er eini sénsinn að laga hlutina milli okkar. Það varð að byrja með edrú syni mínum. Ég gat ekki kennt sjálfri mér um hvernig komið var fyrir honum, ég gat ekki breytt því og ég gat ekki verið reið út í  þáttinn því hann var að notfæra sér ömurlegt ástand hans til að fá aukið áhorf.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!