KVENNABLAÐIÐ

Stuðtæki og læknir fylgir Mick Jagger hvert sem er í komandi tónleikaferðalagi

Forsprakki The Rolling Stones, Mick Jagger, er orðinn 75 ára en vill þó alls ekki hætta að koma fram.

Fresta þurfti komandi tónleikum því hann gekkst undir hjartaaðgerð, eins og Sykur hefur greint frá, fyrr á þessu ári. Þó að hljómsveitin telji sig nú í stakk búna til að fara að túra aftur, vill hún ekki taka neina áhættu á að Mick fái hjartaáfall.

Auglýsing

„Þeir eru með þrjá lækna sem taka átta tíma vaktir hver,” segir aðstoðarmaður hljómsveitarinnar. „Mick er í mónitor og hjartastuðtækið er alltaf nálægt, hvar sem hann er, hvenær sem er. Allar undankomuleiðir eru kortlagðar, frá öllum hótelum og tónleikahöllum til nærliggjandi sjúkrahúsa.“

Auglýsing

Jagger, sem er þekktur fyrir að vera í fantaformi, póstaði nýlega á samfélagsmiðla myndbandi af sér í brjáluðum dansi – sennilega til að sýna og sanna að hann á langt eftir!


View this post on Instagram

A post shared by Mick Jagger (@mickjagger) on

Fleiri hafa þó meiri áhyggjur af Keith Richards sem á sér ótrúlega langa sögu um áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Keith hefur þó sýnt að hann hefur sýnt mikla seiglu og hefur ekki þurft að gera neinar breytingar á ferðalögum, fyrir utan eitt atvik árið 2006 en þá féll hann úr tré!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!