KVENNABLAÐIÐ

Fergie sækir loks um skilnað frá Josh Duhamel

Söngkonan Fergie hefur nú sótt um skilnað við leikarann Josh Duhamel (46), tveimur árum eftir að þau skildu að borði og sæng. Fergie (44) fór með pappírana í Pasadena, Kaliforníuríki þann 31. maí 2019.

Auglýsing

Þau tilkynntu um skilnaðinn í september 2017, en hættu að búa saman það ár. Þau eiga saman soninn Axl sem er fimm ára.

Vandræðin hófust þegar Fergie fór að vinna að plötunni sinni Double Dutchess: Seeing Double og helgaði sig vinnunni dag og nótt. Josh fannst hann útundan og varð mjög þreyttur: „Í lokin var sambandið hreinlega orðið eitrað,“ sagði nafnlaus heimildarmaður í viðtali við PEOPLE.

Auglýsing

Annar heimildarmaður sagði: „Fergie endaði hjónabandið því hún gat þetta ekki lengur. Henni fannst hann ekki vera ástfanginn og hún var ekki viss heldur.“

Í lokin voru þau hætt að stunda kynlíf samkvæmt Fergie sjálfri.

Josh sást á veitingastaðnum Nobu í Malibu með óþekktri konu í vikunni. Fergie hefur ekki verið tengd neinum opinberlega síðan hún skildi.

Josh hefur sagt að hann muni vilja kvænast aftur og eignast börn á næstu árum: „Það er bara spurning um að finna einhverja sem er nógu ung til að eignast börn. Það er ekki eins og ég sé þarna úti að reyna að r*** einhverju. Ég er ekki þannig. Ég er að reyna að finna stelpu sem ég get verið með og eignast fjölskyldu með.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!