KVENNABLAÐIÐ

BDSM á Íslandi vill fá notaða „Hatarabúninga“ og hvetur til endurnýtingar

Fátækt BDSM fólk má nú ekki fara í ólaköttinn, er það?

Auglýsing

BDSM á Íslandi á Facebook sendi frá sér þessa skemmtilegu færslu á Facebooksíðu þeirra í dag:

Núna þegar Eurovision æðið er að renna af landsmönnum, þá viljum við benda á að við munum með glöðu geði, taka við fatnaði, keðjum, göddum, ólum og slíku sem kann að hafa safnast fyrir í skápum, svo fátækt BDSM-fólk fari nú ekki í ólaköttinn. Að sjálfsögðu hvetjum við fólk til að nota slíkan búnað áfram, á öruggan hátt, en við hvetjum til endurnýtingar ef séð verður fram á að þetta muni safna ryki. Einnig hefur Rauði krossinn gefið út að hægt sé að skila „Hatarabúningum” til þeirra. Endurnýtum!

Auglýsing

Með bestu keðjum
-Stjórn BDSM á Íslandi

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!