KVENNABLAÐIÐ

Ashton Kutcher ber vitni gegn raðmorðingja

Leikarinn Ashton Kutcher er á lista yfir vitnum sem verða beðin um að bera vitni gegn fjöldamorðingjans Michael Gargiulo. Michael Gargiulo er ákærður fyrir að myrða fjölmargar konur og þar á meðal fyrrverandi kærustu Kutcher’s, Ashley Ellerin sem hann var í sambandi með á þeim tíma sem hún var myrt.

Auglýsing

Réttarhöld Michael Gargiulo, einnig þekktur sem The Hollywood Ripper hófust í byrjun þessara viku og er hann ákærður fyrir fjölmörg morð. Kutcher er á lista með yfir 250 hugsanlegum vitnum sem gætu þurft að bera vitni í málinu gegn Michael Gargiulo.

Auglýsing

Michael Gargulo er sakaður um að hafa myrt fyrirsætuna Ashley Ellerin árið 2001 og voru hún og Ashton Kutcher í sambandi á þeim tíma. Kvöldið sem Ashley var myrt höfðu hún og Ashton ætlað að fara saman á Grammy verðlaunahátíðina og eftir að Ashton hafði margoft reynt að hringja í Ashley það kvöld og fékk ekkert svar ákvað hann að fara heim til hennar til þess að sjá hvort að hún væri heima. Kutcher leit inn um gluggan og sá eitthvað sem að hann hélt að væri rauðvínsglas sem hafði dottið á gólfið en segir lögreglan núna að þetta hafi verið blóð stúlkunnar og að hún hafi verið myrt áður en Ashton mætti heim til hennar. Ashley var stungin 47 sinnum með hníf og Ashton hefur enn ekki tjáð sig um málið.

18-ashley-ellerin-01.w600.h315.2x

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!