KVENNABLAÐIÐ

KJ Apa talaði um skyndilegt dauðsfall leikarans Luke Perry við Jimmy Fallon.

„Það er ekki á hverjum degi sem þú kynnist einhverjum eins og Luke” sagði KJ Apa í spjallþættinum „The Tonight Show við Jimmy Fallon.“

„Luke var manneskja sem gerði allt sem hann gat til þess að láta mann líða vel, sama hver það var. Það er erfitt að segja hvernig þetta lætur mig líða.”

Auglýsing

 Luke Perry lék pabba KJ Apa í vinsælu þáttunum „Riverdale“ og sagði KJ frá því í viðtali sínu við Jimmy Fallon að hann hagaði sér svolítið eins og alvöru pabbi hans.

Auglýsing

„Hann hringdi í foreldra mína í hverri viku og lét þau vita hvernig ég hafði það og hvernig mér gengi. Ef ég var með kvef eða eitthvað þannig þá sagði hann þeim „Ég lít eftir honum og kom með gatorade heim til mín. Hann og pabbi minn töluðu mikið saman í skilaboðum og þannig.”
Þremur dögum eftir að „90210“ og „Riverdale“ stjarnan Luke Perry lést í Beverly Hills af sökum hjartaáfalls þann 4. mars birti KJ Apa mynd af leikaranum á Instagram og skrifaði “hvíldu í ást vinur”

„Hann lagði svo mikið á sig til að gera allt vel. Ég vildi að ég gæti verið eins og hann.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!