KVENNABLAÐIÐ

Var Serena Williams óvart að segja hvort kynið Meghan mun eignast á næstu dögum?

Góð vinkona hertogaynjunnar af Sussex, tennisstjarnan Serena Williams, gæti hafa óvart gloprað út úr sér kyninu á barni Meghan og Harrys sem fæðist á næstu dögum.

Auglýsing

Serena var í viðtalið í vikunni og ræddi við E! News um fæðingu Meghan. .sagði hún að Meghan hefði deilt með henni alls konar hugmyndum um barneignir og uppeldi barna.

Sagði Serena ekki beint að um Meghan væri að ræða, en auðvelt var að sjá það út úr orðræðunni.

Serena, sem er 37 ára og á eina dóttur, Alexis Olympia sagði: „Viðurkenndu mistök og ekki reyna að vera fullkomin. Við setjum svo mikla pressu á okkur sjálfar.”

Auglýsing

„Vinkona mín er ólétt og hún er þú veist: „Oh, barnið mitt á eftir að gera þetta” og ég bara horfði á hana og sagði, „nei hún á ekki eftir að gera það,” og „þú átt ekki eftir að gera það.””

Serena var viðstödd steypiboð Meghan Markle í New York og má ætla að hún hafi gert mistök eða mismælt sig þegar hún sagði „hún” en ekki „hann” eða „það.”

Hún var fljót að skipta um umræðuefni og sagði að allar þær væntingar sem hún bar í brjósti um foreldrahlutverkið hafi fljótt breyst og sagði að hún hefði þurft að láta þær allar lönd og leið.

„Það mun ekki allt fara eftir áætlun. Þú þarft bara að fylgja flæðinu.”

Meghan og Harry hafa farið leynt með kyn barnsins en hún mun eiga sennilega síðar í mánuðinum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!