KVENNABLAÐIÐ

Það fyrsta sem Harry Bretaprins þarf að gera þegar barnið þeirra er fætt

Nú fer að koma að fjölgun í bresku konungsfjölskyldunni eins og flestir ættu að vita, en von er á barni Harry og Megan, hertogans og hertogaynjunnar af Sussex, í lok þessa mánaðar.

Eins og margir vita líka, eru margar reglur varðandi ALLT í fjölskyldunni. Talað hefur verið um „heilunarfæðingu“ (e. holistic birth) og aðrar náttúrulegar fæðingaraðferðir en Meghan aðhyllist andleg málefni í þessum efnum. Er jafnvel talið að Meghan muni ekki fæða á Lindo Wing eins og Kate Middleton, en öll þrjú hennar hafa fæðst þar.

Auglýsing

Eitt þykir þó vera á hreinu – Harry prins verður ekki að þræða gangana í örvæntingu á meðan Meghan fæðir barnið. Í nýrri heimildarmynd ITV: Secrets of the Royal Babies: Harry and Meghan, segir sagnfræðingurinn Kate Williams frá að „mjög líklegt“ sé að Harry verði viðstaddur fæðinguna: „Hann mun vera þarna, að stunda jóga með Meghan,“ segir hún.

Auglýsing

Það fyrsta sem gera þarf þegar barnið er fætt er að hringja í drottninguna úr óhleranlegum síma og segja henni hvort um dreng eða stúlku sé að ræða: „Elísabet drottning þarf að vita það áður en Charles Bretaprins fær að vita það, eða Doria Ragland, móðir Meghan. Þetta er vegna þess að hún er „höfuð fjölskyldunnar.““

hring2

William prins fylgdi þessari sömu reglu þegar hans börn fæddust. Eftir að Georg prins fæddist, hringdi hann í drottninguna í símann sem ekki hægt er að hlera, svo hrindi hann í fjölskyldu Kate.

 

Svo þegar því er afl0kið fær parið smástund með nýfædda barninu áður en opinber yfirlýsing frá höllinni er send út. Svo eru guðforeldrar nefndir og svo skírnin.

Hvað með nafnið, hvenær fáum við að vita það?

Samkvæmt sögunni getur liðið langur tími. Charles Bretaprins var nafnlaus í heilan mánuð, en George og Charlotte fengu nöfn tveim dögum eftir að þau fæddust. Louis prins fékk nafn fjórum dögum eftir fæðingu.

Vonandi þurfum við ekki að bíða svo lengi!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!