KVENNABLAÐIÐ

Tori Spelling gæti lent í skuldafangelsi

Dómari gaf út handtökuskipun á leikkonuna Tori Spelling eftir að hún mætti ekki fyrir dóm í máli sem City National bankinn höfðaði á hendur henni vegna skulda.

Auglýsing

„Skuldari mætti ekki,“ var skráð í skýrslu hæstaréttar í Los Angeles þann 27. mars síðastliðinn.

Dómarinn James Blancarte gaf út handtökuskipuna og setti niður nýjan dag fyrir réttarhöldin sem fara fram þann 1. maí næstkomandi. Skipunin mun ekki fara fram núna, en ef Tori mætir ekki þann 1. maí verður hún handtekin. Þá mun hún geta orðið laus gegn tryggingu fyrir 5000$ (615.000 ISK).

Auglýsing

Tori og eiginmaður hennar Dean McDermott hefur verið stefnt fyrir 400.000$ (tæplega 50 milljónir ISK) lán sem þau tóku hjá City National bankanum árið 2010. Dráttarvextirnir eru nú komnir upp í 22 milljónir.

Einnig var undirritað að sýslumanni sé nú heimilt að kyrrsetja reikninga hjónanna og halda eftir launum þeirra.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!