KVENNABLAÐIÐ

Hafði ekki hugmynd um hún væri ólétt – féll í dá og þegar hún vaknaði hafði hún fætt barnið!

Táningsstúlka vaknaði upp úr fjögurra daga dái og komst að því að hún hafði fætt stúlkubarn, en hún hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt.

Ebony Stevenson (18) fór í rúmið þann 18. desember síðastliðinn en hún hafði gríðarlegan höfuðverk. Svo fékk hún ítrekuð flog. Farið var með hana í skyndi á sjúkrahús og hún svæfð í fjóra daga. Þegar hún vaknaði hafði hún fætt dóttur sína.

Auglýsing

Ebony hafði ekki haft nein einkenni þungunar – maginn hafði ekki stækkað, hún hafði ekki misst af blæðingum eða fundið fyrir morgunógleði. Var henni tjáð að hún hafi sjaldgæft heilkenni sem herjar á eina af hverjum 3000 konum og kallast uterus didelphys. Ebony er með tvö leg og barnið var falið í öðru leginu. Hitt legið hélt áfram að fara á blæðingar á meðan hitt fóstraði barnið hennar.

coma2

Ástæða þess að hún fékk flog var að hún var með fæðingarkrampa. Haft var strax samband við móður hennar og útskýrt fyrir henni að það yrði að taka barnið eins fljótt og hægt væri. Fór hún í bráðakeisara og fæddist þá dóttirin sem hún gaf nafnið Elodie.

Auglýsing

„Þetta var allt skelfilega yfirþyrmandi,“ segir Ebony. „Að hitta dóttur mína var súrrealískt, eins og ég væri ekki á staðnum, út úr líkamanum. Ég hafði miklar áhyggjur að ég myndi ekki tengjast henni því ég var engan veginn undirbúin undir komu hennar, en mér finnst hún algerlega dásamleg.“

Sheree, móðir Ebony, var sú fyrsta til að halda á dótturdóttur sinni: „Þetta var ótrúlega skrýtið þar sem ég hafði engan tíma til að undirbúa mig. Ég varð svo ægilega glöð þegar ég sá að hún var heilbrigð og glöð, en auðvitað hafði ég áhyggjur af minni eigin dóttur sem var enn í dái.“

Fallegar mæðgur!
Fallegar mæðgur!

Elodie braggast vel og er talið að móðir hennar hafi gengið með hana fulla meðgöngu: „Þrátt fyrir að hafa engan tíma haft til undirbúnings myndi ég engu breyta. Ég er svo spennt að vakna á hverjum degi og eyða deginum með dýrmæta kraftaverkinu mínu.“

Heimild: Yahoo.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!