KVENNABLAÐIÐ

Nýir heimildarþættir varpa ljósi á skuggalega fortíð Roberts Downey Jr.

Eiturlyfjaneysla og barsmíðar í fangelsinu: Í dag er stórleikarinn Robert Downey Jr. einn hæstlaunaðasti leikarinn í Hollywood, en líf og kvikmyndaferill var enginn dans á rósum. Þegar hann hóf ferilinn og fyrstu ár hans í bransanum var hann umvafinn mikilli misnotkun á heróíni.

Auglýsing

Á milli taka á myndinni Home For The Holidays, fór hann og fékk sér heróín (e. black tar heroin) og gaf skít í leikstjórann sinn, Jodie Foster, þegar hún sagði honum að leita sér hjálpar: „Jodie skrifaði Robert miða og sagðist vona að hann myndi leita sér hjálpar en Robert hló bara að henni,“ sagði kynnirinn Kellie Rasberryon í nýjum heimildarþáttum REELZ: Robert Downey Jr.: The Price of Fame.

Robert var þrítugur og fannst hann ósigrandi þrátt fyrir ótrúlega hættulegt efni sem hann innbyrti: „Jodie sagði við hann: „Þú stendur þig vel hér í myndinni en ég sé að þú ert í vímu. Ég hef ekki áhyggjur af þér núna, heldur hvað mun koma í framhaldinu.“

Auglýsing

Robert tók sig loksins á árið 2003 þegar hann kynntist núverandi konu sinni, Susan Levin, en það var ekki auðvelt. Margir vinir Roberts, s.s. Sean Penn reyndu að ná sambandi við hann og fíknina, en ekkert gekk. Loks kom að lokauppgjöri.

rob og kona

Árið 1996 eftir margar uppákomur vegna hegðunar hans og hann komst oft í kast við lögin, var hann settur í meðferð gegn hans vilja: „Barátta Robert Downey Jr.við fíknina var svo stór hluti lífs hans, segir fréttakonan Raha Lewis í heimildarþáttunum: „Það voru tímabil sem hann var handtekinn, svo í meðferð, svo strauk hann úr meðferð og fór aftur í meðferð. Hann var inn og út úr lagakerfinu út af þessu.“

Árið 1997 varð hann edrú og lék í nokkrum vinsælum myndum en svo féll hann og fór aftur í sama farið. Stjörnustatus hans gerði ekkert þegar kom að því að sleppa frá laganna hendi. Í desember 1997 var hann sendur í fangelsi í L.A. fyrir að mæta ekki í skyldubundin fíkniefnapróf: „Fangelsið var allt annað en „glamúr“ fyrir Robert. Hann lenti í slagsmálum og var laminn. Hann var settur í einangrun oftar en einu sinni,“ sagði Kellie Rasberry.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!