KVENNABLAÐIÐ

Kris brjáluð því Rob eyðir fúlgum fjár sem hann á ekki til í nýju kærustuna

Eini bróðirinn í Kardashian klaninu er ekki jafn duglegur og systur sínar að afla peninga. Er hann því að mestu leyti upp á móður sína, Kris Jenner, kominn.

Auglýsing

Nú er Rob búinn að eignast nýja kærustu, Alexis Skyy, og reynir hvað hann getur að heilla hana og þá með peningagjöfum. Kris er langt frá því ánægð með það, enda er hann auralaus.

Auglýsing

„Hann eyðir á kreditkortinu sínu sífellt meiri peningum, sem Kris þarf að sjálfsögðu að greiða af í hverjum mánuði,“ segir innanbúðarmaður. Þegar Rob var með barnsmóður sinni, Blac Chyna, voru þau með raunveruleikaþáttinn Rob & Chyna sem rann sitt skeið eftir að þau hættu saman. Það var síðast þegar hann þénaði peninga.

ele

Nú horfir Kris uppá það að Rob spreðar í nýju kærustuna: „Rob er ástríðufullur náungi og gjafmildur. Vandinn er hinsvegar sá að hann á engan veginn peninginn sem þarf til að viðhalda lífsstílnum. Hann hefur verið að gefa Alexis merkjavöru, stóra blómvendi og sendir hana á flottustu snyrtistofur bæjarins ásamt öðrum flottum gjöfum.“

Kris og hinum í fjölskyldunni finnst Rob vera óábyrgur, glataður og óöruggur: „Það er eins og honum finnist hann þurfa að sýna sig og tryggja sér stelpuna með gjöfum og það er bara rugl.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!